Færsluflokkur: Fjármál
Mánudagur, 7. september 2009
Við verðum að aflétta spillingunni úr stjórnsýslunni?
Ísland er mjög spillt land þar sem kunningja og vinarsamfélagið hefur blómstrað undanfarin mörg ár.
Nokkrar fjölskyldur hafa stjórnað landinu og börn þeirra hafa síðan erft kjötkatlanna og jafnvel horft niður á hinn venjulega launaþræl.
Við hinn venjulegi almúgi höfum alltaf þurft að berjast fyrir okkar tilverurétti. Við höfum látið þessar fjölskyldur sem alltaf hafa fengið sínar skuldir afskrifaðar vegna tengsla við valdhafanna hverju sinni traðka á okkur með skítugum skónum.
Sérstakasta dæmið er þegar Magnús kvótakóngur vildi fá 50 miljarða afskrifaðar eða að Björgúlfur Thór vildi semja við Kaupþingbanka og borga aðeins helming af því sem hann átti að greiða fyrir Landsbankann þótt allir hafi haldið að hann hefði borgað bankann upp fyrir löngu.
Íslansk stjórnsýsla hefur verið og er svo spillt að manni verður ómótt.
Nú er fjórða valdið komið til sögunar og við fólkið sem tjáum okkur undir nafni, segjum stopp? Hingað og ekki lengra.
Þrotabú í eigu ríkisins eru skömmtuð til fárra útvalinna manna án auglýsinga og sama fólkið lifir gósin lífi þótt traðkað sé stanslaust á launaþrælum ríkisins.
Nú þegar ríkið á allt þá þarf að auglýsa allar eignir til sölu og gefa nýju fólki tækifæri á að gera betur heldur en þeir sem settu allt í þrot.(eins og gerðistmeð skóverslanir (Steinars Waage)
Nýja Ísland verður að rísa upp án spillingar. Jóhanna hin góða kona sem enginn vill ásaka fyrir spillingu þarf að rísa upp og tala við okkur þjóð sína hún má ekki einangra sig svona þótt ég telji að málefnin sem hún þarf að glíma við séu henni erfið.
Ég mun um stundarsakir berjast með þeim sem vilja berjast fyrir réttlæti. Ef spillingin vinnur á réttlætinu mun ég ásamt mörg þúsunda íslendinga yfirgefa klakann og fá mér eitthvað að gera í öðru landi. Það skal viðurkennast að ég hef undirbúið plan B lengi.
En ég skora á alla íslendinga að doka við og berjast fyrir tilverurétti sínum.
Berjumst gegn spillingunni? Berjumst fyrir sanngjörnu og heiðarlegu þjóðfélagi.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. september 2009
Dagar Browns í embætti senn liðnir.
Íslandsóvinurinn Brown fer vonandi að fara frá völdum,
Vonandi tekur þá einhver góðviljaður við sem hefur skilning á aðstæðum.
Þetta leynimakk mynnir mig stundum á leynimakk þegar tveir stjórnmálamenn ákváðu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að Ísland væri orðið þátttakandi í stríði við Íraka.
Síðan fór á stað einhver hringlunarháttur og allir urðu tvísaga í málinu.
Ég fagna því hvað fjórða valdið er að verða öflugt og stjórnmálamenn eiga að taka mark á því.
![]() |
Brown kúventi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. september 2009
Blóðugur niðurskurður á næsta ári.
Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár verður kynnt eftir um mánuð.
Skorið verður niður hjá ríkisstofnunum um 35,4 milljarða og 28 milljörðum á að ná með hækkunum á tekjuskatti, virðisaukaskatti, erfðaskatti og eignaskatti svo dæmi séu tekin.
Í bóta- og styrkjakerfinu verður skorið niður um ríflega 11 milljarða á næsta ári, en til þessa kerfis heyra almannatryggingarnar, atvinnuleysisbætur, vaxtabætur,barnabætur og aðrir ýmiskonar styrkir t.d. til menningarmála.
Alls þarf að finna um 63 miljarða í ríkiskassann.
Síðan á að halda blóðugum niðurskurðarhnífnum áfram á lofti til ársins 2013 og skera 10-30 miljarða ár hvert.
Síðan þegar þessi ósköp eru búin þá hefst þrautaganga nr 2 að greiða icesave reikninginn.
Í stuttri samantekt er hægt að segja að við íslendingar sem ætlum að taka þátt í þessu þjóðfélagi verðum blóðugir upp fyrir haus og spennandi að sjá hvort við komumst alla leið á leiðarenda árið 2023 þegar við greiðum loka greiðsluna af icesave reikningnum.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. september 2009
Fínn Silfur Egils í dag.
Þetta er góð og fróðleg lesning
Joseph hefur áhyggjur af því hversu mikinn þrýsting sjóðurinn setji á að Ísland dragi úr skuldum sem þýði aukið aukið atvinnuleysi? Um þessar mundir er atvinnuleysið um 8% og líklegt að það fari yfir tveggja stafa tölu í vetur eftir því hvernig niðurskurðahnífnum verði beytt. Þetta er mjög vandasamt verk sem ríkisstjórni Íslands á fyrir höndum.
Rangt sé að láta hinn almenna borgara greiða fyrir mistök annarra á sama tíma og laun fara lækkandi í landinu. Ekki sé rétt að veita þeim afskriftir á skuldum sem offjárfestu? Þetta er nákvæmlega það sem almenningur hefur verið að gagnrýna stjórnvöld um. Nú er vonandi að stjórnvöld fari að vakna. Fara að gera eitthvað í málum heimilanna og leiðrétta einhvern hluta af því sem almenningur hefur tapað vegna upphafs forsendubrests á lánakjörum sínum.
Að lokum.
Það er ekki furða þótt við almenningur vitum stundum ekki í hvorn fótinn á að stíga. Hver hagfræðingurinn kemur fram á sjónarsviðið og þeir tala út og suður um efnahagsmálin. Tveir hagfræðingar voru hjá Silfri Egils í dag. Jón Daníelsson og Joseph Stiglitz. Jón vill afnema gjaldeyrishöftin strax en Stiglitz vill halda í gjaldeyrishöftin.
![]() |
Segir AGS standa sig betur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 6. september 2009
það er þegar orðið upplausnarástand hérna á klakanum.
Enn og aftur sýnir fjármálaráðherra að hann skynjar ekki þjóð sína?
Það er þegar orðið upplausnarástand þar sem ekkert hefur verið gert í að byggja skjaldborg um heimilin.
Endalausar skattahækkanir og boðaðar skattahækkanir eru ekki það sem hughreystir hinn venjulega skilvísa skuldaþræl í dag.
Steingrímur verður að gera sér grein fyrir því að margir eru að bíða eftir fjárlagagerðinni og síðan taka margir ákvörðun um það hvort ekki sé betra að skúra gólf í einhverju fyrirtæki á norðurlöndunum eða verða skattaþræll/vanskilaþræll OFURSKATTMANNS Steingríms J. á Íslandi.
Nú er þessi ríkisstjórn búin að fá 8 mánuði til að stjórna og hefur verkefnið verið henni um megn. Ef hún getur ekki gert meira en þetta þá á hún að fara frá.
![]() |
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 5. september 2009
Ég vona að aldrei verði hægt að heimfara svona lagað upp á íslendinga.
Spillingin á Íslandi er svo mikil að ég gæti alveg séð þessa frétt í íslensku ljósi.
Hér er öllu verið að leyna og þeir sem komu okkur á kaldan klaka lifa góðu lífi og margir hverjir innan stjórnsýslu Íslands.
Meðan svo er verður aldrei friður á Íslandi og verður núverandi ríkisstjórn að vera óvægin og stokka allt upp.
Það er ekki líðandi að í íslenskum bönkum finnst fólk sem komu okkur á hausinn og lifir góðu lífi meðan það fjölgar þeim þúsundum sem hafa vart í sig eða á og tóku aldri þátt í þessu bulli.
Er Steingrímur heimskur? Það skulda allir eitthvað og við sem ekki tókum þátt í fals góðærinu getum ekki borgað meira ef við eigum að geta staðið í skilum.
Ég skora á Steingrím að afhenda formanni Framsóknarflokksins lyklanna. Hann sá hvað þurfti og sá leikinn langt fram í tíman.
![]() |
Mannskæðar óeirðir í Gabon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 5. september 2009
Ég trúi ekki að Gylfi vilji níðast á Íslendingum?
Gunnar Tómasson hagfræðingur og fyrrverandi starfsmaður AGS (IMF) til 25 ára segir eftirfarandi á heimasíðu samtaka heimilanna?
"Ágæti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Í viðhengi er samantekt um ákvæði laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu varðandi gengistryggingu höfuðstóls lána í íslenzkum krónum.
Það er ótvírætt að slík gengistrygging brýtur gegn 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna, og varðar refsingu skv. 17. gr.
Skaði lántakenda af þessu broti lánastofnana veltur á hundruðum milljarða kr.
Frá þjóðhagslegu jafnt sem réttlætissjónarmiði ber því brýna nauðsyn til að fullt tillit sé tekið til skaðabótaskyldu viðkomandi lánastofnana áður en gengið er frá uppgjöri við erlenda og innlenda kröfuhafa gömlu bankanna.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra vonast til að vera með fullmótaðar tillögur til lausna á skuldavanda heimilanna þegar þing kemur saman um næstu mánaðamót.
Ég er svona hóflega bjartsýnn á að það takist. Þetta gæti jafnvel komið fyrir mánaðamótin," sagði Gylfi.
það er nóg fyrir okkur Íslendinga að vera kúguð af hollendingum og brétum með stuðningi forseta íslands og stjórnvalda. En þegar stjórnvöld ætla síðan að kúga íslendinga beint með stjórnvaldsaðgerðum og brjóta á þegnum sínum þá er mikið að.
Traust bankanna er ekkert og er fáranlegt að það sé verið að reysa þá upp í þessari ófreskju mynd. Að mínu mati hefði átt að láta þá rúlla og stofna einn nýjan ríkisbanka og taka eitt hænufét í einu.
Nú höldum við íslendingar áfram að berjast fyrir réttlætinu og útrýma spillingunni sem hefur ekkert mynnkað með nýrri ríkisstjórn þar sem ekkert er upp á borði og margir spillingar furstar lifa góðu lífi enn þá þótt öll þjóðin sé að myljast í sundur.
![]() |
Uppskrift að stórslysi |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. september 2009
Gott hjá Jóhönnu að reyna en það þarf svo miklu meira.
Það er betra að gera eitthvað en ekki neitt.
Það er betra að horfa raunsæjum augum á vandamálin en að gera það ekki?
Það er betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti frekar en að hunsa stóriðju og aðrar framkvæmdir ef okkur stendur eitthvað til boða.
Við verðum að taka á móti öllum þeim tækifærum til uppbyggingar?
Við verðum að horfa jákvæðum augum á ef erlend ríki vilja fjárfesta í okkar landi.
Algjör þjóðremba verður okkar banabiti ef við horfum ekki fram á við.
Í dag er Ísland í rúst.
Tökum vel á móti erlendum fjárfestum og reysum landið upp með aðstoð þeirra.
Það er vonlaust að mínu viti að við getum það ein.
Erlent fjármagn inn í landið til uppbyggingar.
![]() |
Bréf til Hollands og Bretland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Ekki samkvæmur sjálfum sér?
Hvað á maður að segja um titlaðan forseta Íslands?
Er hann forseti allra þjóðarinnar? Ég segi nei.
Er hann forseti helmings þjóðarinnar? Ég segi já.
Það er slæmt fyrir þjóðina að hafa forseta sem er ekki sameiningartákn allra landsmanna.
Samfylkingin hefur barist fyrir því að mikilvæg mál sem brenna á þjóðinni fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Spillingin heldur áfram og baráttan gegn spillingunni heldur áfram.
Áfram Ísland
![]() |
Forsetinn staðfestir Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Steingrímur J Sigfússon? Farðu nú að tala við fólkið í landinu.
Þið skuluð borga Icesave reikninginn sagði Steingrímur J Sigfússon í viðtali fyrr í kvöld! Ég mun sjá til þess að þið með breiðu bökin "þjóðin" borgið! Ég mun leggja á ykkur óbæralega skatta þannig að þið getið hvorki horft upp eða niður næstu 30 árin. Það verða allir að leggja sig fram og þið sem nennið að vinna og hafið 400.000 kr og yfir á mánuði í heildarlaun eða útborguð laun 190.000 á mánuði ættuð að geta borgað.
Einhvern veginn svona virðist hugsun þessa manns vera um þessar mundir. Hann virðist engan veginn gera sér grein fyrir því að matarverð hér á landi hefur hækkað um allt að 50% að meðaltali og allt annað eftir því.
Þegar þingmenn verða veruleikafyrrtir, lokaðir frá umheiminum inn í þinghúsi þjóðarannir allt of lengi verðum við að koma þeim í skilning um það að það er nauðsynlegt að fara öðru hvoru út á meðal þjóðarinnar og fá sér frískt loft.
Ég vara Steingrím við því að steypa íslensku þjóðinni í glötun með þeim öllum drápsklyfjum sem hann hefur boðað yfir íslensku þjóðina.
Ef Steingrímur sem fjármálaráðherra heldur að þjóðin sætti sig við að borða fjallagrös í annað hvert mál, þá er hann á villigötum.
Að reysa þjóðina upp úr þessum rústum þá verður að gefa henni von. Boðskapur Steingríms gefur íslensku þjóðinni andlát, máttleysi og sundrung.
Þessi stjórnunarstíll Steingríms mun ekkert gefa í kassann? Allir reyna að bjarga sér?
Svarti markaðurinn mun blómstra þar sem allir reyna að lifa af.
![]() |
Háskalegt að borga ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)