Færsluflokkur: Matur og drykkur
Sunnudagur, 4. apríl 2010
Þrjár vikur í okkar fyrsta maraþonhlaup. Berjumst gegn offitu unglinga.
Jæja. Nú erum við bræður búnir með það erfiðasta fyrir Hamborg maraþonið sem er eftir þrjár vikur. Nú hefst niðurgírinn í æfingum og algjör kolefnishleðsla. Raggi bróðir stendur sig vel og tel ég hann einn efnilegasta keppnishlaupara sem við eigum í dag þótt kominn sé hátt í fimmtuginn. Eftir að hann tók af sér tuttugu kíló hef ég ekki roð í hann enda hefur hann æft hlaup í um tuttugu ár en ég einungis í rúmlega eitt ár.
Síðasta langa æfingahlaupið okkar var í dag og fórum við 33 km á 2 kl og 57 mín sem þykir fínt kappklættur á rólegu tempðói.
Við ætlum okkur að hafa gaman af þessu og passa okkur á að koma ekki meðvitundarlausir í mark. Þess vegna höfum við lagt hart að okkur og erum tilbúnir að leysa þrautina? ÉG GET ÉG VIL ÉG SKAL.
Ég er ánægður að sjá allt það fólk sem ég þekki sem er að drífa sig á stað og vill losna við bumbuna og gera eitthvað í sínum málum.
Í mínum huga er hræðilegt að sjá allt það unga fólk sem er sílspikað og gerir ekkert í því að hreyfa sig heldur málar það sig kaupir flott föt og reynir að láta fötum klæða úr silspikaðann vöxtinn.
Nú þarf þjóðarátak og vakning.
Hreyfing fyrir unga fólkið og burt með spikið. Máling og föt gera lítið til lengdar, fólk á að vera það sjálft þess vegna í snjáðum fötum með óspikaðann líkama.
Segir sá sem þekkir þetta allt samann.
Mánudagur, 22. febrúar 2010
Það getur tekið allt upp í einhver ár að forrita hausinn að nýjum lífstíl.
Að fara í átak og hugsa betur um heilsuna er þrautarganga fyrir marga og þess vegna þarf að byrja rétt. Nýr lífstíll getur tekið marga mánuði eða einhver ár allt eftir því hvernig manneskjunni gengur að forrita hausinn á sér.
Það er mér mikil ánægja að sjá hvað margir sem ég þekki eru að hugsa sinn gang, ætla sér að fara að hugsa betur um sína andlegu líðan og líkama.
Það þarf ótrúlegan kraft og viljastyrk til að fara á stað og breyta sínu lífsformi að einhverju viti. Flestir byrja með krafti og gefast svo upp. Þeir sem fara skynsamlega í hlutina og byrja rólega endast lengur með stigvaxandi tempói þannig að þú ofbjóðir aldrei líkamanum. Þess vegna er góð regla í brennsluþjálfun að æfa eftir púls.
Allir á vaktinni minni í Straumsvík eru um þessar mundir að huga að nýjum lífstíl. Raggi bróðir sem ætlar að hlaupa með mér Hamborg maraþonið hefur náð af sér 12 kg og er að verða eðlilegur í vexti. Mákona mín var að byrja og stendur sig vel eins og konan.
Málið er að gefast ekki upp? Það getur tekið einhverja mánuði eða einhver ár að forrita hausinn á sér. Hjá mér tók það t.d tíu ár að læra af öllum þeim mistökum að fara ekki of geyst á stað. Þess vegna verður fólk að vera með þolinmæðina að vopni.
Í vikunni sem leið hljóp ég eitthvað um 100 km og tel ég mig tilbúinn í Hamborg maraþonið þótt tveir mánuðir séu eftir af æfingarprógramminu enda æft vel og farið í gegnum allan grunni frá rólegu labbi í tempó spretti í löngum hlaupum.
Það er nauðsynlegt fyrir alla að setja sér skammtíma markmið og langtíma markmið. Ef þau nást ekki þá á að setja sér ný markmið og hugsa málin upp á nýtt.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. október 2009
Þeir sem vilja í kjörþyngd þurfa að byggja upp nýjan lífstíl
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 03:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)