Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Fimmtudagur, 17. september 2009
Það má ekki uppræta spillinguna? Jóni Jósef sparkað út úr sinni vinnu.
Ég hef í höndunum bréf frá Jóni Jósefi þar sem hann lýsir skoðun sinni á uppsögn samnings um krosstengslaforits útrásarvíkinganna sem hann gerði við RSK.
Eftir að hann kemur fram í fjölmiðla og kynnir forritið sitt þá er hans margra mánaða striti hent út á haugana.
Hvaða öfl kipptu í spottana? Hann var orðinn óþægilegur fyrir þessa gjörspiltu stjórnsýslu sem við búum við og vinnu Jóns hent á hauganna eins og drullugu sorpi.
Landsmenn látum þetta ekki gerast og mótmælum nú mun kröftugra gegn þessari gjörspiltu stjórnsýslu sem Jóhanna og Steingrímur eru kosin til að takast á við.
Þessi gjörningur stenst ekki um persónuvend þegar alvarlegur glæpur gegn heillri þjóð hefur verið framinn.
Enn og aftur hrópa ég af mikillri orku! Spillinguna burt.
Síðan væri gott að íhuga það hvort við stöndum ekki fyrir landssöfnun fyrir Jón Jósef þannig að hann geti unnið áfram að krosstengsla hugbúnaðarvinnu sinni. Ef Steingrímur og Jóhanna vilja vinna gegn spillingunni í stjórnkerfinu sem er að mestu fortíðarvandi þá styð ég þau með öllu mínu hjarta.
Nú þurfum við landsmenn að hafa hæfa menn í stjórnsýslunni þannig að það gangi eitthvað að hreinsa til. Trúi ekki öðru en að það verði rannsakað til fullnustu hvers vegna Jóni Jósefi var sparkað út úr sinni vinni.
Miðvikudagur, 16. september 2009
Breiðubökin? Millistéttafólk skal blæða út og þeir eiga að borga allt?
Enn og aftur boða ríkisstjórnarflokkarnir upp á spillingu. Þar sem hin svokölluðu breiðubök sem ekki tóku þátt í góðærinu skulu borga þótt lán þeirra hafi vaxið óheyrilega mikið.
Það er óþolandi að vera með stjórnvöld sem stuðla að misbeitingu valds og að jafnréttisákvæði stjórnarskráinnar skuli ekki látin ríkja.
Það á að gera eitthvað fyrir útvalda en ekki á að vinna fyrir þjóðina.
Í mínum huga munum við með breiðubökin verða gjaldþrota eftir eitt til tvö ár þar sem íbúðarverð lækkar, höfuðstóll lána hækkar og ekki hægt að selja nokkurn skapaðan hlut til að létta á sér.
Ég mun þótt ég geti vissulega borgað í dag taka þátt í átaki hagsmuna heimilanna og ekkert borga í 15 daga. Á þessum 15 dögum mun ég gera það upp með mér hvort það sé þess virði að taka þátt í þessu fáranlega samfélagi þar sem mér finnst stjórnun landsins síðustu árin eins og stjórn einhvers fábjánaríkis.
Hvað erum við margir í þessu landi sem flokkast undir millitekjufólk,nennum að vinna og sköpum gjaldeyris fyrir landið og svo eigum svo að borga brúsann fyrir allt sukkið?
Ég hef á tilfinningunni að núverandi stjórnvöld séu að búa til kerfi sem er svo létjandi að það fælir alla duglega menn frá vinnu þegar líða fram stundir.
Steingrímur og Jóhanna? Gangið hægt um gleðinar dyr. Hagvaxtarvélin verður að fá að ganga. Hún mun örugglega stöðvast ef þið gætið ykkar ekki og styðjið við bakið á duglegu fólki sem nennir að vinna.
Enn um sinn mun ég berjast en frá mínu hjarta held ég að þessi stjórn eigi eftir að fara með allt til anskotans og verðum við íslendingar að vera mjög vakandi á næstu vikum og mánuðum og helst koma þessari stjórn frá.
Ræða minnkað vægi verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. september 2009
Er Steingrímur J? HEIMSKUR MAÐUR?
Nú hefur komið í ljós að áfengissala hefur dregist saman um 21% milli ára.
Neyslumyndun íslendinga er að breytast og þessar ofur skattheimtur Steingríms sem hann fékk í vöggugjöf frá læriföður sínum Ólafi Ragnari forseta Íslands munu ekki skila neinu í ríkiskassa Steingríms.
Með ofurskattheimtu Steingríms og þessara vanmáttugu stjórnar Íslands, blómstarar svartimarkaðurinn í dag þar sem allir reyna að lifa af.
Steingrímur lifir ekki í sama þjóðfélagi og almúginn í þessu landi. Hann hefur verið of lengi innan veggja alþingis. Fengið frítt að borða og fengið útlagðan kostnað borgaðan.
Nú þarf Steingrímur að gera það upp við sig hvort hann ætli að stuðla að stórfeldri svartabraskvæðingu eða vill hann að hagvaxtarhjólin snúist eðlilega í nánustu framtíð.
Með sama áframhaldandi óstjórn fjármálaráðherrans mun ólögleg innanlandsframleiðsla blómstra. Kaup og sala á matvörum mun blómstra í neðanjarðarhagkerfinu.
Ég hef áhyggjur af Steingrími og bið hann að ganga hægt um gleðinar dyr. Það muna allir þá tíma þegar lærifaðir Steingríms var fjármálaráðherra? Þá var engu hlíft enda reis þjóðin ekki upp aftur fyrr en hann fór frá eftir mikið tjón hjá hinum almenna launaþræli.
Ég skora á Steingrím að ganga hægt um gleðinar dyr og ígrunda allar skattahækkanir þannig að þær gefa raunverulega eitthvað í ríkiskassan
.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 13. september 2009
Jónas Kristjánsson, ég og þjóðarspillingin.
Jónas Kristjánsson er sérstakur penni. Áður fyrr fannst mér hann oft fara yfir strikið og átti ég erfitt með að skilja hans hörðu dóma.
Eftir bankahrunið skil ég Jónas mun betur og skrifar sá maður frá hjartanu og segir frá öllu því sem hjarta hann skynjar á hjartnæmri íslensku.
Ég skrifaði grein í Morgunblaðið árið 2000, grein sem ég kallaði "Hagsmunir þjóðarinnar" þar sem ég varaði við þessu stjórnarfari sem okkur þjóðinni var boðið upp á. Meðal annars skrifaði ég meðal annars að með sama stjórnarfari yrði tvær þjóðir á íslandi allir þeir 93% sem ættu minna en ekki neitt og þeir 7% sem ættu nánast allt.
Upp á hvern nánast einasta dag koma upp siðferðisleg spillingarmál þar sem stjórnvöld, bankar og lánastofnanir reyna að hygla þeim sem komu okkur á hausin með afskriftum lána eða einhverju öðru sem á að fela fyrir almenningi. Hinn venjulegi launaþræll með 300-500 þúsundir á mánuði skal borga fyrir ósóman og éta það sem úti frýs.
Það gengur að mínu viti allt of hægt að uppræta þjóðarspillinguna og verður ríkisstjórnin að gera eitthvað í þeim málum þar sem þanþol hins venjulega launaþræls er kominn yfir þolinmæðisþröskuldsins.
Eg mun gefa ríkisstjórninni svigrúm til mánaðamóta? Ef sama aðgerðaleysi verður áfram þá mun ég og örugglega margir fleyri spíta í og skrifa kjarnyrtari greinar um sinnuleysi stjórnvalda og fleira.
Ég sem íslendingur sem stend í skilum í dag og sé hvað allt er að verða erfiðara? Stend heilum fæti með öllum heimilum landsins og mun gera það og berjast fyrir því til síðasta dag.
Ef ég tapa eins og flestir allir íslendingar þá leitar fólk að betra lífi annars staðar.
Ég skora á VG að hypja upp um sig buxunar og nýta auðlyndir landsins svo við Íslendingar getum lifað hér í nánustu framtíð.
Ég var aldrei sammála forsetanum eða fjármálaráðherranum enda söng ég aldrei útrásarsönginn heldur fordæmdi ég hann.
Gefum ríkisstjórninni ráðrúm tl mánaðarmóta að bjarga heimilum landsins.
Föstudagur, 11. september 2009
Við þurfum erlent fjármagn inn í landið.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að ráðast í nýjar virkjanir og uppbyggingu orkuiðnaðar til að skapa ný störf.
Annars horfi menn fram áframhaldandi samdrátt og landflótta.
Hann segist einnig undrandi á neikvæðum viðbrögðum við hugmyndir um kaup erlendra aðila í íslenskum orkufyrirtækjum þegar lánagreiðslur fyrirtækjanna renni þegar úr landi. "
Það er alveg á hreinu í mínum huga að við verðum að fá erlenda fjárfesta inn í landið og fjárfesta mikið ef á annað borð á að vera hægt að lifa í okkar landi. Síðan er að fara samningarleiðina, réttlætisleiðina og dreifðu eignarhaldsleiðina og svo frv.
Það verður að forðast þá leið sem við eru á í dag? Leið stöðnunar.
Mánudagur, 7. september 2009
Vonandi fer að sjást sjáanlegur árangur af rannsókn á hruninu
Gunnar Anderson hefur hingað til virkað á mig sem hreinn og beinn maður.
Það er vonandi að rannsókn á bankahruninu gangi hratt og vel fyrir sig og eitthvað fari að koma í ljós einu ári eftir að bankahrunið átti sér stað.
Síðan birtast okkur alltaf fréttir af ýmsum gjörðum útrásarvíkinga eins og að nú er einn af aðalmönnum gamla Kaupþings að byggja 450 fm villu fyrir kúlulánið sitt sem hann tók út úr Kaupþing banka á sínum tíma. Á meðan skulum við almenningur svelta til að borga upp skuldirnar fyrir hann og aðra útrásarvíkinga.
Þetta er ekki skemmtileg þjóðfélagsumgjörð sem boðið er upp á hér á Íslandi í dag.
Ég vona að allt verði gert til að hraða rannsóknum á hruninu og við förum að sjá árangur áður en árið er liðið.
Mörg dæmi um lögbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. september 2009
Á dagskrá eða ekki dagskrá?
Tvær fréttir með stuttu millibili?
Ísland á dagskrá AGS
"Málefni Íslands verða rædd á fundi stjórnar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þann 14. september næstkomandi. Taka átti endurskoðunina fyrir á fundi þann 7. ágúst sl. en því var frestað. Vonir standa til þess að eftir fundinn berist annar hluti 2,1 milljarða Bandaríkjadala láns sjóðsins hingað."
Hin fréttin?
Ekki á dagskrá 14. september
"Málefni Íslands verða ekki tekin fyrir á fundi framkvæmdastjórnar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þann 14. september samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu. Um misskilning er að ræða en enn er vonast til þess að Ísland komist á dagskrá stjórna AGS fyrir mánaðamót."
Ég er farinn að halda að AGS vilji ekkert með okkur hafa. Hollendingar og Brétar virðast stjórna atburðarrásinni og kannski er þeirra markmið er að ganga frá okkur sem þjóð.
Ég tel líklegt að AGS býði eftir fjárlagagerðinni þar sem þeir munu láta álit sitt í ljós og heimti meiri niðurskurð á ríkisútgjöldum.
Ekki á dagskrá 14. september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. september 2009
Einn ríkisbanka og sjá svo til eftir nokkur ár
Ég hef sagt það áður?
Það átti að loka öllum þremur bönkunum eftir hrunið og stofna einn nýjan ríkisbanka.
Það er mjög slæmt fyrir okkur kúnna bankanna að þurfa að hafa viðskipti við þá með óbragð í munni.
Erfitt að starfa undir nafni Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. september 2009
Við verðum að aflétta spillingunni úr stjórnsýslunni?
Ísland er mjög spillt land þar sem kunningja og vinarsamfélagið hefur blómstrað undanfarin mörg ár.
Nokkrar fjölskyldur hafa stjórnað landinu og börn þeirra hafa síðan erft kjötkatlanna og jafnvel horft niður á hinn venjulega launaþræl.
Við hinn venjulegi almúgi höfum alltaf þurft að berjast fyrir okkar tilverurétti. Við höfum látið þessar fjölskyldur sem alltaf hafa fengið sínar skuldir afskrifaðar vegna tengsla við valdhafanna hverju sinni traðka á okkur með skítugum skónum.
Sérstakasta dæmið er þegar Magnús kvótakóngur vildi fá 50 miljarða afskrifaðar eða að Björgúlfur Thór vildi semja við Kaupþingbanka og borga aðeins helming af því sem hann átti að greiða fyrir Landsbankann þótt allir hafi haldið að hann hefði borgað bankann upp fyrir löngu.
Íslansk stjórnsýsla hefur verið og er svo spillt að manni verður ómótt.
Nú er fjórða valdið komið til sögunar og við fólkið sem tjáum okkur undir nafni, segjum stopp? Hingað og ekki lengra.
Þrotabú í eigu ríkisins eru skömmtuð til fárra útvalinna manna án auglýsinga og sama fólkið lifir gósin lífi þótt traðkað sé stanslaust á launaþrælum ríkisins.
Nú þegar ríkið á allt þá þarf að auglýsa allar eignir til sölu og gefa nýju fólki tækifæri á að gera betur heldur en þeir sem settu allt í þrot.(eins og gerðistmeð skóverslanir (Steinars Waage)
Nýja Ísland verður að rísa upp án spillingar. Jóhanna hin góða kona sem enginn vill ásaka fyrir spillingu þarf að rísa upp og tala við okkur þjóð sína hún má ekki einangra sig svona þótt ég telji að málefnin sem hún þarf að glíma við séu henni erfið.
Ég mun um stundarsakir berjast með þeim sem vilja berjast fyrir réttlæti. Ef spillingin vinnur á réttlætinu mun ég ásamt mörg þúsunda íslendinga yfirgefa klakann og fá mér eitthvað að gera í öðru landi. Það skal viðurkennast að ég hef undirbúið plan B lengi.
En ég skora á alla íslendinga að doka við og berjast fyrir tilverurétti sínum.
Berjumst gegn spillingunni? Berjumst fyrir sanngjörnu og heiðarlegu þjóðfélagi.
Mánudagur, 7. september 2009
Dagar Browns í embætti senn liðnir.
Íslandsóvinurinn Brown fer vonandi að fara frá völdum,
Vonandi tekur þá einhver góðviljaður við sem hefur skilning á aðstæðum.
Þetta leynimakk mynnir mig stundum á leynimakk þegar tveir stjórnmálamenn ákváðu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að Ísland væri orðið þátttakandi í stríði við Íraka.
Síðan fór á stað einhver hringlunarháttur og allir urðu tvísaga í málinu.
Ég fagna því hvað fjórða valdið er að verða öflugt og stjórnmálamenn eiga að taka mark á því.
Brown kúventi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)