Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Mánudagur, 15. mars 2010
5 vikur í Hamborg maraþonið.
Nú fer að styttast í það að við bræður höldum í víking og tökum þátt í okkar fyrsta maraþonhlaupi í Hamborg.
Æfingarnar hafa gengið upp og ofan?
Fyrir um þremur vikum síðan fann ég fyrir miklu orkuleysi þar sem ég hafði greinilega gengið of nærri á orkubirgðir líkamans og ekki borðað nóg miðað við það mikla æfingarálag undanfarinna mánaðar. Allt virðist þetta þó vera að fara í rétta átt og ég kominn "vonandi" á beinu brautina aftur.
Nú þarf að nýta þær vikur sem eftir eru fram að hlaupi á skynsamlegan hátt, borða vel,æfa skynsamlega og hvílast eðlilega.
Eftir hlaupið verða síðan ný markmið sett eftir nokkra vikna hvíld.
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Það verður að leggja alla orku á að bjarga heimilum landsins.
Ég hef verið mjög gagnrýnin á þessa ríkisstjórn á að hún sé ekki á réttri leið?
Ég hef alltaf verið á móti því að klyfjar Icesave séu settar á hinn venjulega millitekju mann og mun ég berjast gegn því fram í rauðan dauðan.
Ég fagna því samt að ríkisstjórnin ætlar að fara af þeirri leið og hætta við að skattpína hinn venjulega mann sem aldrei tók þátt í öfgarugli frjálshyggjunnar.
Ég tek undir með stjórnvöldum að leggja eigi á hátekjuskattur og auðmannaskatt á þá sem sannalega tóku þátt í útrásarkjaftæðinu.
En ríkisstjórnin verður samt að vinna hraðar í sínum málum og kyrseta eigur fjárglæframannana þannig að þeir fái ekki tíma til að burðast með þær úr landi.
Síðan þarf að breyta lögunum að allar eigur fjárglæfra þrotamanna verða auglýstar þannig að hinn venjulegi almúgi geti boðið í ef hann hefur úr nokkrum krónum að moða.
Ég er miklu ánægðari í dag miðað við síðustu fréttir með Jóhönnu og Steingrím ef fréttir síðustu daga eiga einhvern stað í raunveruleikanum.
Síðan vara ég ríkisstjórnina við að afskrifa skuldir fjárglæfra manna því þá mun allt springa í loft upp þar sem þol landsmanna er lítið um þessar mundir. Heimilum landsins hefur blætt nóg og það verður að stöðva blóðflæðið.
Það verður að bjarga heimilum landsins með öðrum úrræðum en þessum fáránlegum úrræðum félagsmálaráðherra.
Icesave afgreitt út úr nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Skattpíning mun alltaf enda í oxun.
Þótt Íslendingar séu sáttir við að vera skattpíndir upp í rjáfur þá eru erlend ríki ekki sátt við það.
Í mínum huga er ótrúlegt að fylgjast með íslenskum stjórnvöldum í dag og virðast öll hennar mál vera klúður.
Hvað er til ráða?
Ekkert meðan þessi ríkisstjórn hefur ekki vit á því að fara frá.
Líf þjóðarinnar hangir nú á vikum eða einum eða tveimur mánuðum. Síðan fer allt á þrömina.
Næstu mánaðarmót þegar fjárlagafrumvarpið verður opinbert þá fá vonandi landsmenn að sjá hvort lífvænlegt verður hér á klakanum.
ÞAÐ HEFUR SPURST ÚT AÐ ÞEGNAR LANDSINS VERÐA SKATTPÍNTIR YFIR ÞOLMÖRK?
VG er blekking og skil ég ekki þjóðina að vera svo vitlausa að koma þeim að í stjórn. Við verðum að koma þessari hugmyndafræði VG strax frá þannig að þjóðin geti farið að vinna að endurreisnarstarfinu fyrir alvöru.
Nú verða allir íslendingar að mæta á austurvöll þegar þing kemur saman og krefjast úbóta. Ef ekki er hlustað á okkur verður þessi ríkisstjórn að fara frá og líklegast verður sjálfstæðisflokkurinn að þrífa skítinn upp eftir sjálfann sig.
Engin sérleyfi á Drekasvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. september 2009
Ekki samkvæmur sjálfum sér?
Hvað á maður að segja um titlaðan forseta Íslands?
Er hann forseti allra þjóðarinnar? Ég segi nei.
Er hann forseti helmings þjóðarinnar? Ég segi já.
Það er slæmt fyrir þjóðina að hafa forseta sem er ekki sameiningartákn allra landsmanna.
Samfylkingin hefur barist fyrir því að mikilvæg mál sem brenna á þjóðinni fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Spillingin heldur áfram og baráttan gegn spillingunni heldur áfram.
Áfram Ísland
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)