Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Gott hjá Kaupþing en við þjóðin viljum allt á borðið frá Landsbanka og Glitni.
Kaupþingbanki gat ekki annað gert, Reiði fólks var rauðglóandi og maður þurfti á allri sinni orku á að halda að missa sig ekki.
Nú þarf að flýta þessari rannsókn og refsa þeim sem komu okkur þjóðinni á kaldan ís annað er óþolandi.
Þótt Kaupþing hafi séð að sér þá hef ég óbragð í munni gagnvart bankanum þótt hann sé minn viðskiptarbanki en ekki hef ég meira álit á hinum bönkunum.
Í mínum huga verður að stofna algjörlega nýjan ríkisbanka með algjörlega nýja yfirstjórnendur, Helst vildi ég að erlendur banki setti upp útirbú hér á landi.
Það er hrikalegt að þurfa nauðugur að hafa viðskipti við eitthvað sem teljast má glæpsamlegt.
En svona er Ísland í dag.
![]() |
Falla frá lögbanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. ágúst 2009
Vonandi komandi vinnubrögð í sátt við þjóðina?
Vonandi förum við að sjá vinnubrögð stjórnsýslunnar í sátt við þjóðina.
Þjóðin þarfnast fólks sem hún treystir sem ekki voru þáttakendur í að koma almenningi á vonarvöl.
Vissulega er sárt að missa vinnuna en þessir menn eru ekki á vonarvöl staddir enda með um 3 til 7 miljónir í mánaðartekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Mannlífs.
![]() |
Mannanna ekki lengur þörf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. ágúst 2009
Nú erum við sammála,ég og Ögmundur.
Miðað við allt sem á undan er gengið þá er nauðsyn að afnema bankaleynd. Sérstaklega þegar bankar hafa verið rændir innan frá.
Þegar hreinsunarverkinu líkur og ný regluverk hafa verða samin má athuga einhverkonar nýjar leikreglur til að fá erlenda fjárfesta til landsins.
Í dag er glórulaust að hafa leynd í svo alvarlegu sakamáli sem snúa að fjármálastofnunum.
Ég styð Ögmund í þessu máli.
![]() |
Vill aflétta bankaleynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. ágúst 2009
Hvers vegna eru bankaræningjar ekki bak við lás og slá?
Hver er munurinn á að ræna banka innan frá eða fyrir opinberum tjöldum? Þegar stórt er spurt er lítið um svör.
Hvers vegna er enginn útrásar glæpamaður settur í bönd þótt almenningur sjái að þvílíkur glæpur hafi verið framinn gegn íslensku þjóðinni.
Hvers vegna var fátæklingur sem rændi einu kjötlæri í Hagkaup settur inn í nokkra mánuði á meðan ekki er hreyft við landráðamönnum.
Ég er löngu hættur að skilja upp eða niður í þessu mest spiltasta þjóðfélagi veraldar sem ég er svo óheppinn að fæðast í.
Ég skora á þessa duglausu ríkisstjórn sem var kosin til að stíga upp og fara að sanna sig til að aflétta þessari bankaleynd um þessa spillingu sem grasserar innan herbúðar hennar.
Ríkisstjórnin verður að fara að skipuleggja sig og fara í að finna húsnæði þar sem við getum hýst þessa útrásar glæðamenn næstu árin sem virðast teljast í tugum manna.
Nú er þolinmæðin komin að þrotum og við viljum þjóðfélags réttlætis.
Nú er uppreisn á næsta leyti ef ekkert verður að gert að vinda ofan af þessu rugli sýslumanns Reykjavíkurs.
Nú er komið nóg og við látum ekki þessa ófyrleitnu útrásar víkinga traðka á okkur í skítinnn.
Ég mun gera allt til að losna undan oki míns viðskiptabanka, Kaupþings eftir helgi. Ríkisstjórnin verður að hjálpa almenningi okkur að komast undan oki þessara glæpamanna og banka sem heitir Kaupþing banki.
Skrifa ekki meira í bili þar sem ég þarf að fara að æla?
![]() |
Hendur fjölmiðla bundnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 1. ágúst 2009
Ég vona að ég megi segja þetta?
Var ekki boðskapurinn frá stjórnvöldum að allt ætti að vera uppi á borði og engu skyldi leyna?
Er að íhuga stöðu mína gagnvart viðskiptabankabanka mínum Kaupþingbanka?
Það verður engin sátt hjá þjóðinni nema að bankaleynd verði afnuminn STRAX.
Þetta skvaldur ráðamanna að allt eigi að vera upp á borði virðist bara vera í orði.
Ég vona að ég hafi ekki sagt of mikið þar sem það virðist eiga að innleiða skert ritfrelsi á þjóðina.
![]() |
Kaupþing fékk lögbann á RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. júlí 2009
Okkur vantar leiðtoga og kannski er það Davíð?
![]() |
Ekki setja þjóðina á hausinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. júlí 2009
Við verðum að fá besta fáanlega fólkið til að stjórna landinu, ekki kjána.
Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar að við eigum ekki að samþykja þennan Icesave samning og binda okkur í skulda klafa um ókomin ár SEM ÞÝÐIR MIKLA FÁTÆKT.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þeirra ágætu konu hefur valdið mér miklum vondbrigðum. Þessir skattaklafar næstu áratugina sem ríkisstjórnin er búin að boða munu valda öllum íslenskum almenningi þvílíku tjóni og fátækt að best er að viðurkenna vandann STRAX og þess vegna lýsa yfir þjóðargjaldþroti.
Almenningur getur ekki tekið við áformuðum skattahækkunum, það er vonlaust og þýðir alsherjar gjaldþrot tug þúsunda venjulegra heimila.
Nú þurfum við þjóðstjórn, ekki stjórn sem almenningur treystir ekki.
Hef hugsað um það í margar vikur hvort fjölskyldan eigi að pakka niður og flýja land eins og flóttamaður frá stríðsþjáðu landi.
Enn mun ég sjá til og bíð eftir framtíðarsýn sem venjulegt fólk getur búið við.
![]() |
Geir Haarde: Hann tók því illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Sorglegur þjóðhátíðardagur um stefnu ríkisstjórnarinnar að reysa skuli tjaldborg í stað heimila
Sorglegt en staðreynd.
Ég held að ríkisstjórnin hafi mismælt sig þegar hún sagðist ætla að standa vörð um skaldborg heimilanna. Ég held að hún hafi meint að stuðla skuli að tjaldborg í stað heimilanna og líklegast er það sem koma skal.
Vissulega sorglegur þjóðhátíðardagur en ég held að þetta sé undanfari á því sem koma skal því miður.
![]() |
Eyðilagði íbúðarhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2. júní 2009
Þetta er að þyngjast en hvernig endar þetta?
Það er gott að viðurkenna það að þetta sé erfitt. Best væri í dag að eiga ekkert,skulda ekkert, vera bara á NÚLLI.
Þeir sem áttu meira en Fimmtíu prósent í eignum sínum fyrir nokkrum mánuðum síðan. þurfa að sligast áfram með skuldarsúpuna og greiða að fullu og miklu meira til þar sem upphaflegar forsendur eru löngu brostnar og eignamyndunin nánast að hverfa.
Eina lausnin virðist vera sú að skattpína allt í rjáfur og koma sem flestum á vonarvöl en mest af því á eftir að koma.
Þannig að ekki er gæfuleg afkoma hins venjulega íslendings þegar horft er fram á næstu ár.
Síðan óska ég að allar upplýsingar verði uppi á borði á mun skilvirkari hátt en nú er.
![]() |
Þyngri róður en áætlað var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1. júní 2009
Ráðamenn þora ekki að móðga bræður sína,kommana í Kína?
Það er nú orðið ljóst að ekki megi móðga kommana í Kína. Annars fagna ég komu Dalai Lama til Íslands.
En hverju skiptir það okkur þótt Kínverjarnir verði móðgaðir?
Betra er að vera í stjórnmálum með bein í nefinu en algjörlega neflaus.
![]() |
Dalai Lama í heimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |