Miðvikudagur, 30. desember 2009
Ísland er tæknilega gjaldþrota þjóð. Hvers vegna er það ekki viðurkennt?
Ísland er tæknilega gjaldþrota þjóð. Það á aðeins eftir að viðurkenna það. Ég hef alltaf haldið því fram að betra sé að fella ICESAVE samningana en að standa við þá. Þetta eru ekki skuldir okkar heldur örfárra óreiðumanna.
þótt ég hafi átt 70% í húsnæði mínu árið 2007. Þá á ég 50% í því í dag. Ef spár hinna mætra manna standast þá á ég 10% í húsnæði mínu árið 2013.
Greiðslu leti kemur oft upp í hugan og finnst mér ég vera algjör bjáni að láta bjóða mér þetta þar sem enginn fasteignarmarkaður er í dag og allar eignir landsmanna hrundar.
Kaupmáttarrýnun er 8% eftir þetta ár en spekingar telja að kaupmáttarrýrnun mun verða 25% árið 2013. Þessi staða er glórulaus og máttvana ríkisstjórnin gerir ekkert fyrir heimili landsins.
Útspil ríkisstjórnarinnar er að við tökum á okkur allar skuldbindingar og málin munu reddast einhvern veginn.
Hafa menn lagt það saman hvernig allar þessar skattaálögur fara með heimili landsins á næsta ári og á næstu árum eftir það?
Lífið er svo dásamlegt að þessi ríkisstjórn má brenna allar eigur landsmanna mín vegna. En þessar fasteignir fara hvergi þær verða enn þá á landinu. Við legjum bara húsnæði af ríkinu og lifum lífinu lifandi og reynum að halda í þau forréttindi okkar að halda í vinnuna okkar.
Ég segi við Steingrím? Skattpíndu sjálfan þig fram í rauðan dauðan. Þú mátt gera mig gjaldþrotan og ég mun brosa framan í þig þótt þið kommanistar nái að sölsa undir ykkur öllum fasteignum landsmanna.
þeir 30.000 einstaklingar sem hafa einhver laun geta engan veginn borgað þessar skuldir.
Icesave-umræðu frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill!
Óskar Arnórsson, 30.12.2009 kl. 05:43
Ætli þeir séu byrjaðir að prenta skömmtunarmiðana?
Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2009 kl. 05:55
Tek undir með Óskari, Þó svo að það sé ekkert gott við stöðuna, góður og á jörðinni pistill ef maður getur sagt svo hjá þér Árelíus. Það verður að stoppa þessa þróun strax, það má ekki láta menn komast upp með svona, að geta sett heila þjóð á hvolf til að ná persónulegum löngunum eins og inngöngu löngun Jóhönnu í ESB jafnvel. Við fullorðna fólkið, ég allavega vil ekki börnum mínum og hvað þá afkomendum þeirra svona líf eins og þessi Ríkistjórn er að gefa okkur forsmekk af. Mótmælum þessu, ef þessi stjórn stígur ekki fram að fyrra bragði og segir sig frá vegna vanþakklætis okkar á henni fyrir störf hennar.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.