Mitt fyrsta Maraþon í Kaupmannahöfn 23 Maí.

Á næstu mánuðum mun ég helga þessari blogg síðu undirbúningi mínum  fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið þar sem við bræður ætlum að taka þátt í því þann 23 maí á næsta ári.  Þar af leiðandi mun fara minna fyrir stjórnvalda gagnrýni en samt mun ég senda inn eina og eina grein eftir því hvernig landið liggur hverju sinni.

Það er orðið nákvæmlega eitt ár síðan ég gat hlaupið að einhverju ráði eftir að ég  hafði barist við offitu í um tuttugu ár.  Áður en ég gat hlaupið þá tók ég matarfíknina í gegn þá labbaði ég 3-6 km á dag í um fjóra mánuði.

Það var mikil þrautarganga að breyta sínu lífsmunstri og var mjög erfitt fyrir 30 kg of þungan mann að fara á stað.  Stoðverkir hér og þar og ekkert annað en að bíta á jaxlinn.   Stundum gat ég ekki gengið þar sem líkaminn varð fyrir svo miklu sjokki að fá allt í einu alla þessa hreifingu.

Snemma sumar varð ég fyrir óþægilegum meiðslum í hásinni sem urðu þrálát í um 3 mánuði og missti ég af þess völdum af markmiði mínu að taka þátt í Reykjavíkumaraþoninu í ágúst síðastliðnum og var það mér mikil vonbrigði miðað við mín háleitu markmið.  En ég æfði alltaf eitthvað en fór að hugsa um það að æfa rétt og fara aldrei fram úr sjálfum mér.  

Í haust kom ný hugsun og bjó ég til mitt eigið prógramm sem miðast við það að æfa og vera meiðslafrír.  Ég æfi eins mikið og ég get 4-6 sinnum í viku og hlusta alltaf á líkamann.  Þolið er orðið frábært og mjólkursíran í löppunum er horfin.  

Stefnan í Kaupmannahafnarmaraþoninu er að hlaupa á tímanum undir 3 klukkustundum og 30 mínútum og tel ég mig eiga að geta það ef allt gengur upp.  En vissulega er þetta mun strangara markmið en ég setti mér  þegar ég hljóp hálft maraþon síðastliðið vor eftir að hafa æft hlaup í 4 mánuði en þá setti ég markmiðið við 2 tímana en hljóp á 1 klukkutíma 48 mínútum sem mér var sagt að væri frábært hjá manni með ekki meiri hlaupa reynslu.

Æfingin í kvöld gekk vel og hljóp ég 12,5 km á bretti á klukkutíma og átti nóg eftir þannig að þetta lofar góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband