Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Það verður að leggja alla orku á að bjarga heimilum landsins.
Ég hef verið mjög gagnrýnin á þessa ríkisstjórn á að hún sé ekki á réttri leið?
Ég hef alltaf verið á móti því að klyfjar Icesave séu settar á hinn venjulega millitekju mann og mun ég berjast gegn því fram í rauðan dauðan.
Ég fagna því samt að ríkisstjórnin ætlar að fara af þeirri leið og hætta við að skattpína hinn venjulega mann sem aldrei tók þátt í öfgarugli frjálshyggjunnar.
Ég tek undir með stjórnvöldum að leggja eigi á hátekjuskattur og auðmannaskatt á þá sem sannalega tóku þátt í útrásarkjaftæðinu.
En ríkisstjórnin verður samt að vinna hraðar í sínum málum og kyrseta eigur fjárglæframannana þannig að þeir fái ekki tíma til að burðast með þær úr landi.
Síðan þarf að breyta lögunum að allar eigur fjárglæfra þrotamanna verða auglýstar þannig að hinn venjulegi almúgi geti boðið í ef hann hefur úr nokkrum krónum að moða.
Ég er miklu ánægðari í dag miðað við síðustu fréttir með Jóhönnu og Steingrím ef fréttir síðustu daga eiga einhvern stað í raunveruleikanum.
Síðan vara ég ríkisstjórnina við að afskrifa skuldir fjárglæfra manna því þá mun allt springa í loft upp þar sem þol landsmanna er lítið um þessar mundir. Heimilum landsins hefur blætt nóg og það verður að stöðva blóðflæðið.
Það verður að bjarga heimilum landsins með öðrum úrræðum en þessum fáránlegum úrræðum félagsmálaráðherra.
Icesave afgreitt út úr nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Heimspeki, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:44 | Facebook
Athugasemdir
Tek algjörlega undir tvö síðustu atriðin. Að ef gefnar verði eftir skuldið útrásarvíkinga muni allt springa í loft upp og að það verði að fara að sjást alvöru aðgerðir til bjargar heimilum í landinu. Þessi félagsmálaráðherra er toppfígura að mínu mati því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2009 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.