Vinir stjórnmálamanna fá allt niðurfelt og við hinn venjulegi almúgi skulum borga.

Eitt sem ég vil segja?

Á að láta sömu menn sem skuldsettu þjóðina fá afskriftir á skuldunum sínum meðan venjulegt fólk á að borga allan brúsan og enda í gjaldþroti vegna þessa gjörning fjárglæframanna eftir nokkur ár?

Á að halda áfram sama bullinu?

Endurreisn Íslands mun enda með stríði.  Ég og fleiri landsmenn munu aldrei sætta okkur við það að sömu fjárglæfra menn sem komu okkur á kaldan klaka munu fá flestar skuldir sínar afskrifaðar og settar verði álögur á okkur launaþræla til að borga brúsan.

Ég er ekki fjárglæframaður en ég á að hafa sömu möguleika og fjárglæframenn að geta boðið í fyrirtæki og samið við banka?  Ég tel mig miklu hæfari mann en Jón Ásgeir að stjórna fyrirtæki þar sem ég hef stjórnað heimilinu mínu allt mitt líf og alltaf staðið í skilum við kóng og prest.

Nú segi ég við þessu svikulu stjórnvöld sem þau lofuðu en síðan sviku?  Allt upp á borðið


mbl.is Kortin frá Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að stjórn Geirs Haarde var spillt eða duglaus, þá er þessi ennþá verri. Hún svífst einskis og það sem almenningur má ekki sjá, lætur hún fella út.

Í ESB Skulum við. Og samflokksmenn hennar í viðskiptum skulu fá allar skuldir(sem eru ekkert smáræði, og settu okkur í þjóðargjaldþrot) niðurfelldar.

að lokum hefst annar þáttur í skrípaleiknum. Útrásarvíkingarnir fara aftur á kreik, því þeir kunna ekkert annað en gambla með peninga sem ekki eru til. kaupa banka og fyrirtæki og borga þau ekki, bara eignast þau svona frítt.

Svindla.

Ef maður svindlaði sér í Strætó á yngri árum mínum, þá var manni hent út, þó leiðin heim væri löng og vetur konungur í ham.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 02:19

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

já, það mun enda með miklum óeirðum fari þessu bulli ekki að ljúka.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.11.2009 kl. 03:28

3 identicon

Þakka fyrir hlýlega kveðju að norðan, svona í morgunsárið.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 09:13

4 identicon

Takk fyrir hlýjar kveðjur að norðan. gott að kveikja á tölvunni og opna póstinn og fá svona morgunkveðju frá þessum landshluta, sem ég hef taugar til, þrátt fyrir allt og allt.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 09:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sagði einmitt við mig kona niður í bæ í gær, þetta endar með uppreisn almennings.  Jólin eru að koma og fólk er illa statt, hvað gerist þegar visareikningarnir fara að berast eftir áramótin?  Já við sitjum á tímasprengju og þá duga ekki feluleikir eða vinahygl á hvorn veginn sem er.  Við viljum gagnsæi og réttæti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband