Allir íslendingar eiga að hugsa um heilsuna og passa sig á að verða ekki feitasta þjóð í heimi

Megrun er kjaftæði og á enginn maður að hugsa um slíkan fjábjánagang.  Að hugsa um heilsuna er annað mál, borða holt og gott, jafnvel  mikið í einu.

Um tvítugt var ég 69 kg.

Um tuttugu og fimm ára gamall var ég 80 kg

Um þrjátíu ára gamall og vel giftur maður var ég eitthundrað kíló

Um fertugt var ég um eitthundrað og fimmtán  kg. FJÖRTÍU OG SJÖ ÁRA GAMALL ER ÉG ORÐINN VÖÐVASTÆLTUR MAÐUR ÁTTATÍU OG FJÖGUR KG MEÐ TUTTUGU OG EINN Í  FITUPRÓSENTU og búinn að spekúlera allt til að verða aldrei feitur slappur og gamall aftur.

Ég er farinn að sjá allt of marga íslendinga sem eru orðnir fangar holdafarsins.

Það sem þarf er skipulagning og vilji og setja sér takmark það er svo dásamlegt hjá mörgum að vera latir þess vegna er þjóðin eins og hún er í dag þar sem við nenntum aldei að taka á okkar málum.  Góðærisbullið er nánast búið að eyðileggja þjóðina og það er ekkert nema sálrænn heilaþvottur að stjórnmálamenn hafi látið þjóð sína líða vítirskvalir.  

Mörgum líður svo illa í dag að margir huga ekki að heilsu sinni og margir borða einungis ruslfæði.

Ég þekki þetta allt enda búinn að kryfja þessi mál til mergjar.  Þú verður aldrei gamall/gömul ef þú hugsar um heilsuna.  Þetta fyrirbæri líkaminn okkar hann er gerður fyrir hreyfingu og holt mataræði ef þú sinnir hvorugu munt þú verða feitur um ókmna framtíð.

Nú þurfa allir íslendingar að taka sér tak og berjast gegn þessum vágesti offitunni.

Baráttan með lýðheilsu heldur áfram,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég borða ekki ruslfæði og tek lýsi hvern morgun.  En ég gæti verið betri líkamlega ef ég nennti að labba meira og hreyfa mig.  ég ætla alltaf að byrja á morgun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2009 kl. 11:22

2 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæl Ásthildur.

Þetta snýst nefnilega um samspil hreyfingar 30-40% og mataræðis 60-70%.  Það verður að vera samspil þarna á milli nákvæmlega eins og ef þú borðar of mikið af kolvetnum þá breytir þú umfram kolvetnismagninu í fitu.

Svo bara fara að hreyfa sig.

Árelíus Örn Þórðarson, 21.10.2009 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband