Kreppan byrjar fyrir alvöru eftir áramót um fyrirsjáanlega framtíð að óbreyttu.

Ég veit vart hvar skal byrja?

Hafa landsmenn eitthvað hugsað út í það að það á að hækka tekjuskatta á einstaklinga um 38%.  Úr rúmum 103 miljörðum í 143 miljarða samt hafa óbeinir skattar hækkað gríðalega á þessu ári.

Hvað þýðir þetta?  Þetta þýðir á mannamáli að skattprósentan skal fara úr 38% í tæp 55% að meðaltali.  Sjálfsagt verða búin til einhverskonar stigvaxandi skattþrep þannig að skattþrepin verði frá 40% til 80% eftir því hvaða tekjur menn hafa.

Gegnum aldirnar hafa kommanistar alltaf hugsað svona að allir skulu verða steyptir í sama mót alveg sama hvort þú sért læknir eða atvinnuleysingi.

Ég hef miklar áhyggjur af verkalýðshreyfingunni og finnst mér hún vera að bregðast fólkinu sínu.  Alþýðusambandið og þeir menn sem stjórna því batteríi virðast hollir undir ríkisstjórninna sem virðist eftir bráðum ár við stjórnvöldin nánast ekki búin að gera neitt nema þvæla um ESB og ISESAVE.

Ég tek undir orð Gunnars Tómarssonar hagfræðings að það er líklegt að þessi ríkisstjórn komi okkur í greiðsluþrot og tel ég varhugavert að gefa því ekki meiri gaum en nú er gert.

Við sem eigum að kallast með breiðubökin förum líklegast í greiðsluþrot með tímanum ef við nennum að taka þátt í þessu fáranlega illa stjórnuðu samfélagi.  En vissulega bíða menn og sjá til og vilja sjá hlutina í raunljósi.

En þetta fer að skella á eftir áramótin með boðuðum hækkunum stjórnvalda og þá munum við landsmenn sjá hvað kreppa er og tel ég líklegast að þá hefjist kreppan fyrst fyrir alvöru eins og hún var árið 1929.

Ég hef tönglast á því síðan í sumar að það verði að koma þessari ríkisstjórn frá sem fyrst.  Ég mun tönglast á því áfram og áfram.  Það sjá það allir að Vinstri Grænir er gjörsamlega óstjórntækur flokkur.

 


mbl.is Sáttmálinn í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Ég er ekki sérlega klár á þessi mál, en ég er samt búin að átta mig á því að fljótlega verður búið að gera mér ókleyft að framfleita mér og börnunum mínum :(

Hækkaðir skattar og niðurskurður þýðir oftast aðeins eitt, þeir sem minnst meiga sín líða mest. Barnalífeyrir og barnabætur hefur í gegnum árin verið það sem hefur gert sjúklingum kleyft að framfleita börnum sínum í ljósi þess að nú á að endurskoða það kerfi (skera niður) plús það að skerða örorkubætur gefur það augaleið hverjir eiga að líða fyrir bruðl útrásárvíkinga og þjófsnauta þeirra.

Aldraðir,öryrkjar,láglaunafólk og aðstandendur þeirra.

Ég get því tekið undir með þér að kreppan er rétt að byrja :(

A.L.F, 20.10.2009 kl. 03:04

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

VG ótækur stjórnflokkur? OK, hver hefur sýnt það að vera stjórntækur flokkur?

Við vitum báðir hvert svarið við því er - enginn.

Mér virðist á lýsingu þinni á sjálfum þér að þú viljir uppstokkun stjórnkerfisins og endi flokkamaskínunnar. Ég er sammála því. En hvernig  ætlarðu að koma því í kring? Heldurðu að einhver sé líklegri til þess aðrir en VG t.d. að breyta stjórnsýslunni? Hver þá og hversvegna.

Annars eru þessir útreikningar þínir óskaplega þreyttir. Leist þér betur á skattakerfið eins og það var í skjóli Sjálfstæðismanna þar sem skattbyrði á milli og lágtekjufólk jókst en minnkaði því lengra upp yfir 600.000 kr. tekjumarkið þú komst? Manstu eftir háskólaprófessornum sem lagði fram óhrekjanleg gögn fyrir þessu og afneitunina hjá kúgaranum. Og að lokum sinnuleysi þjóðarinnar gagnvart þessu?

Í fyrsta lagi ertu að hengja kóng fyrir prest og í öðru lagi er það vegna þess að þú hefur ekki hugmynd um hvaða leið skal fara út úr þessu. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.10.2009 kl. 08:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef meiri áhyggjur af Samfylkingunni en Vinstri grænum.  Maður veit nokkurnveginn hvar maður hefur VG en Samfylkingin er eins og ósamstæður hópur tækifærissinna sem ekkert er hægt að reiða sig á því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 09:23

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Því miður, þá hallast ég einmitt að sömu skoðun og hún Ásthildur. Því miður þá er Samfylkingin uppfull af tækifærissinnum og vanhæfu fólki. Minnir dálítið á stærri útgáfu af Framsókn. Það geta ekki allir verið Jóhanna sem er, þrátt fyrir gríðarlegan áróður gegn henni persónulega, að standa sig gríðarlega vel í nánast tapaðri byrjunarstöðu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.10.2009 kl. 09:31

5 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæl.

Í þessu árferði þá er varhugavert að ofurskattleggja þá með breiðubökin, fólk með 300- 600 þúsund sem líklegast mun leiða til gríðalegs atvinnuleysi þar sem fólk hættir að eyða og Jón sem á sjoppuna fer á hausinn.

Ennfremur hef ég alltaf fordæmt ofurlaun fram úr hófi og tel ég engan slíkan gullkálf á Íslandi sem á þau skilið og er ég þá að tala um marga miljóna kr laun á mánuði.

Auðvitað geri ég mér fulla grein fyrir því hvað ástandið hér er erfitt og mun það líklegast verða svo í nánustu framtíð ef ekki verði brugðist hratt við til að efla atvinnulífið.

Árelíus Örn Þórðarson, 20.10.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband