Er ekki kominn tími á þjóðstjórn.

Er það ekki farið að sýna sig að þetta argaþras á milli flokka gengur ekki lengur í þeirri grafalvarlegu stöðu sem íslenska þjóðin er í.

Allur tími stjórnaflokkanna fer í einhverskonar argaþras og ekkert er að ské í endurreisn þjóðarinnar.

Nú þurfum við einhverskonar endurreisnar stjórn skipuð af hæfustu mönnum sem þjóðin á um þessar mundir sem tekur faglega á öllum málum til hagsældar fyrir okkur landsmenn.


mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Þjóðstjórn er það versta sem hugsast getur núna, m.a. vegna þess að þá fær Sjálfstæðisflokkurinn aukinn völd (en næg eru þau fyrir).

Andspilling, 10.10.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Þjóðstjórn er misskilin og ofmetin..Þá fyrst myndi kaosið hefjast..

hilmar jónsson, 10.10.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og allir sammála í þjóðstjórn? Um hvað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.10.2009 kl. 14:34

4 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Lögmál Gresham's virðist líka eiga við um stjórnmál...því miður.

Egill Helgi Lárusson, 10.10.2009 kl. 14:41

5 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sælir félagar.

það hljóta allir að skilja að við verðum að leita allra ráða til að koma þjóðinni upp úr þessu vonlausa feni.

Ég tel að SF gæti verið stjórntækur flokkur en VG engan veginn.

Þess vegna varpa ég upp þeirri spurningu hvort ekki sé kominn tími á einhverskonar neyðarstjórn/þjóðstjórn þar sem alltof mikill tími stjórnvalda fer í karp um ekki neitt á meðan blæður þjóðinni.

Árelíus Örn Þórðarson, 10.10.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband