Fimmtudagur, 1. október 2009
Sundurlaus stjórn bjargar ekki þjóðinni úr kreppu.
Ég vil byrja á því að óska Álfheiði til hamingju með það að vera orðin Heilbrigðisráðherra.
En hvað sem öllu líður þá gengur ekki hugmyndafræði VG upp þegar þjóð eins og Ísland er á barmi gjaldþrots.
Innan flokks VG virðist allt loga í eldi og brand, liðsmenn flokksins eru eins og sundurlaus her. Það sjá það allir sem vilja sjá það þótt formaðurinn reyni að setja flokkinn í fegri búning til að flokkurinn líti betur út á við.
Við landsmenn erum hættir að kaupa það að þessi stjórn leiði okkur út úr þessari kreppu? Við landsmenn höfum fylgst með og erum búnir að sjá nóg.
Fyrir mánuði síðan talaði félagsmálaráðherra um það að fólk ætti bara að þegja og borga skuldir sínar og ríkisstjórnin væri búin að gera nóg. Þegar samtök hagsmuna heimilana lét í sér heyra og mótmælti kröftulega. Þá snérist félagsmálaráðherra í 180 gr og segir að það er nauðsynlegt að hjálpa heimilum landsins til að borga skuldir sínar. Kemur með plagg sem segir að fólk geti fengið afskrifað eftir 38 ár eftirstöfðar ef launavísitalan verði lág og kreppan langvinn. Á seljandi að segja við kaupanda eftir tuttugu ár? Það eru 10 miljónir á biðreikning ef launavísitalan hækkar lítið þá verða líklegast 6 miljónir afskrifaðar. Hvurslags anskotans bull er í gangi.
Umhverfisráðherra tefur uppbyggjungu á landinu með því að tefja uppbyggingu á suðurlínu til að framkvæmdir við Helguvík geti starfað með eðlilegum hætti. þetta er ótrúlegt skemmdarverk og á Umhverfisráðherra í mínum huga að segja af sér þar sem þjóðin þarf vítarmín en ekki skemmdarverkamenn í stjórn landsins.
Sjávarútvegsráðherra/landbúnaðarráðherra hunsar samkeppni í verðlagsráði og finnst eðlilegt að seljendur matvæla hafi með sér samráð. Þetta er ótrúleg stjórnsýsla og vorkenni ég Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að stýra svona sundurlausri hjörð. Í mínum huga verður hún að vera mun harðari og heimta það að liðsmenn sínir masseri í takt og fylgi henni í verkum.
Að lokum.
Jóhanna er góð kona og hún á að stjórna. Ef Steingrímur getur ekki haft taumhald á hjörð sinni þá er betra að slíta þessu samstarfi en að gera þjóðina hálf vitlausa á að horfa upp á þennan fáránleika og þessa sundrung sem einkennir stjórnarheimilið.
Ég er loksins farinn að skilja það hvers vegna svona er komið fyrir okkur sem þjóð? Fólk er mis hæft og misgáfað og það sækir í að komast að á Alþingi
Álfheiður verður ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er sterkara að hafa ráðherra í vinnu sem treystir sér í verkefnin...þess vegna styrkir þetta stjórnina.
Jón Ingi Cæsarsson, 1.10.2009 kl. 07:48
Sæll félagi við verðum að átta okkur á því að landstórinn í umboði AGS stjórnar landinu. Sé ég þig í bænum í dag?
Sigurður Þórðarson, 1.10.2009 kl. 08:36
sæll siggi.
kemst ekki dag þar sem ég er að fara að strita fyrir brauðskorpunni. en við sjáumst örugglega á næstunni.
Árelíus Örn Þórðarson, 1.10.2009 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.