Miðvikudagur, 30. september 2009
Duglaus ríkisstjórn hefur rumskað að sinni?
Ekki ætla ég að þakka herra Brown nokkurn skapaðan hlut.
Ég vil þakka Árna Páli félagsmálaráðherra fyrir það að hafa snúist í heilan hring gagnvart heimilum landsins þótt enn eigi eftir að kynna útfærsluna á þeim lausnum.
Ég vil þakka ríkisstjórninni fyrir það að hún skuli loksins vakna. Vonandi verður hún markviss í sínum aðgerðum en það skal viðurkennast að ríkisstjórnin er búin að eyða allt of miklum tíma í rugl eins og Icesave og ESB á meðan landsmenn hafa séð allar eigur sínar brenna.
Ég vil gefa ríkisstjórninni ráð? Það á alltaf að taka fyrst á rótum vandans. Í mínum huga var það fjarstæða að taka ekki á rótum vandans og á meðan mátti heimilum landsins blæða út. Ríkisstjórnin getur gleymt ESB draumnum þar sem margir ESB sinnar hafa snúist hugur og vilja alls ekki mynda bandalag með kvölurum sínum.
Það er spurning í mínum huga hvort við eigum ekki að henda AGS úr landi og reyna að vinna úr okkar málum sjálf?
Einnig vil ég benda á það að við verðum að skipta um umhverfisráðherra þar sem þjóðin má ekki við einhverjum töfum við að byggja landið upp.
Við verðum að byggja upp kraftmikið atvinnulíf og atvinna blíantsnagara er liðin því miður fyrir suma.
Nú verður þessi ríkisstjórn að gera það upp við sig hvort hún ætli sér að stuðla að framförum landsins eða hreinlega að fara frá.
Þolinmæði íslendinga er ekki löng í annan endan um þessar mundir.
Á íslandi var gott að búa./
Margir höfðu það gott./
Þegar ráðamenn byrjuða að ljúga./
það var virkilega vont./
Heimilum okkar blæður út./
Það er erfitt við það að eiga./
Innheimtumenn klæða fólkið úr./
Það eiga allir að fara að leigja./
Áfram Ísland.
Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ljóð, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.