Hreyfing og breytt mataræði er málið.

Fyrir ári síðan var ég 110 kg og hafði farið mest upp í 117 kg að ég ákvað að gera eitthvað í mínum málum þar sem blóðþrýstingur og annar fylgisjúkdómur var farinn að herja á mig.

Í langan tíma var ég búinn að stútera næringarfræði og fl og einn aðal þátturinn í þessu sem ég læt aldrei ofan í mig er smjör og hverslags kartöflur sama hvað þær heita.

Í öllu þessu ferli er að vera skipulagður og gefa sér tíma fyrir hreyfingu að lágmarki 3 til 4 sinnum í viku að lágmarki klukkutíma í senn. Byrja hægt og auka hreyfinguna jafnt og þétt eftir því í hvaða formi þú ert hverju sinni.  

Hjá mér hefur þetta tekist frábærlega.

Í dag er ég 83kg.  Ég hef tekið þátt í hálfu maraþoni og hreyfi mig reglulega að lágmarki í dag 2 til 4 sinnum í viku  einn og hálfan tíma í senn. 

Það þarf ekki meira þegar þú ert búinn að ná þér niður í kjörþyngd þótt vissulega hreyfði ég mig meira þegar ég var að ná mér niður í kjörþyngd en þá þurfti svo margt annað að setja á hakanum en það eru einungis 24 tímar í sólarhringnum.

Þetta er orðin frábær lífsgæði sem ég hef fengið eftir þessa breyttu ásýnd að gera eitthvað í mínum málum.

Orkan flýgur yfir mann og maður verður að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni.

Að lokum.

Mín reynsla er að neyta ekki smjör, kartöflur og takmarkað af sælgæti með því flugu af mér 27 kg á einu ári og eða 34 kg miðað við það þegar ég var þyngstur.

Koma svo landsmenn því það er erfitt að burðast með þessi aukakíló í langan tíma.


mbl.is Pundið þyngist í Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef fleiri taka upp á þessu gæti myndast smörfjall.

Til hamingju með þetta félagi.

Sigurður Þórðarson, 29.9.2009 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband