Laugardagur, 26. september 2009
Á ekki að fresta greiðsluverkfalli?
Nú hefur félagsmálaráðherra boðað raunhæfar aðgerðir gagnvart heimilum landsins.
Á þá ekki að aflýsa boðuðu greiðsluverkfalli um mánuð meðan farið er í gegnum pakkann? Ekki á að fara í greiðsluverkfall svona af því bara.
Hvað segja forsvarsmenn samtaka heimilanna og hvað á fólk að gera þar sem það er að líða að mánaðarmótum.
Ánægður með ríkisstjórnina í dag og langt síðan ég hef séð eitthvað af viti frá henni í langan tíma.
Þess vegna segi ég?
Það skiptir mig engu hvaðan gott kemur, ég kýs aldrei flokka eins og að halda með fótbolta liði.
Áfram ríkisstjórn og reisum landið upp og stöndum saman.
Greiðslubyrði aftur fyrir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:05 | Facebook
Athugasemdir
Varla trúrir þú því, að félagsmálaráðherra hafi hugsað sér að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Það er nú ekki nema stutt síðan, að hann taldi ekkert svigrúm til nokkurra aðgerða í þessum málum. Það leit bara svo illa út á prenti, þegar að hann viðraði þær skoðanir sínar, að nú reynir hann að klóra í bakkann.
Gylfi Símonarson, 27.9.2009 kl. 04:34
Mér líst vel á það sem sagt er um höfund þessa bloggs.
Hefði betur hlustað á hann árið 2000.
Bíðum fram yfir helgi með að fagna.
Sigurður Þórðarson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.