Mætti á góðan fund í kvöld.

Við bræðurnir mættum saman á fundinn til að sýna heimilum landsins stuðning.

Það var mikill hiti í mönnum þar sem landsmönnum finnst stjórnvöld vera að gera lítið til upprisu heimilanna.

Það voru líka allir sammála um að núverandi aðgerðaleysi væri mun dýrkeyptara fyrir þjóðina en að gera eitthvað t.d eftir tvö ár þegar meira en helmingur þjóðarinnar væri orðinn gjaldþrota.

Gylfi var spurður að því hvort ekki væri verið að leyna þjóðina einhverju og landið væri í raun gjaldþrota?

Gylfi vildi ekki kannast við það.

Ég trúi ekki öðru eftir þennan góða fund að Gylfi hafi fengið mun meiri skilning á þeim vaxandi vanda sem hrjáir heimili landsins.

Það eru dökk ský að færast yfir landið ef ekkert verður að gert.  Stjórnvöld verða að hafa hagsmunasamtök sem þjóðin treystir með sér í ráðum annað er ekki boðlegt. Það var hlegið dátt þegar Gylfi nefndi verkalýðshreifinguna sem hagsmunasamtök með í ráðum. En því miður þá nýtur VERKALÝÐSHREIFINGIN ekki traust hjá þjóðinni í dag og finnst mér það miður.

En vonandi hefur þessi fundur kveikt á einhverjum ljósaperum hjá stjórnvöldum.

 


mbl.is Óraunsæi að hundsa verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband