Það má ekki uppræta spillinguna? Jóni Jósef sparkað út úr sinni vinnu.

Ég hef í höndunum bréf frá Jóni Jósefi þar sem hann lýsir  skoðun sinni á uppsögn samnings um krosstengslaforits útrásarvíkinganna sem hann gerði við RSK.

Eftir að hann kemur fram í fjölmiðla og kynnir forritið sitt þá er hans margra mánaða striti hent út á haugana.

Hvaða öfl kipptu í spottana?  Hann var orðinn óþægilegur fyrir þessa gjörspiltu stjórnsýslu sem við búum við og vinnu Jóns hent á hauganna eins og drullugu sorpi.

Landsmenn látum þetta ekki gerast og mótmælum nú mun kröftugra gegn þessari gjörspiltu stjórnsýslu sem Jóhanna og Steingrímur eru kosin til að takast á við.

Þessi gjörningur stenst ekki um persónuvend þegar alvarlegur glæpur gegn heillri þjóð hefur verið framinn.

Enn og aftur hrópa ég af mikillri orku!  Spillinguna burt.

Síðan væri gott að íhuga það hvort við stöndum ekki fyrir landssöfnun fyrir Jón Jósef þannig að hann geti unnið áfram að krosstengsla hugbúnaðarvinnu sinni.  Ef Steingrímur og Jóhanna vilja vinna gegn spillingunni í stjórnkerfinu sem er að mestu fortíðarvandi þá styð ég þau með öllu mínu hjarta.

Nú þurfum við landsmenn að hafa hæfa menn í stjórnsýslunni þannig að það gangi eitthvað að hreinsa til.  Trúi ekki öðru en að það verði rannsakað til fullnustu hvers vegna Jóni Jósefi var sparkað út úr sinni vinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband