Miðvikudagur, 16. september 2009
Breiðubökin? Millistéttafólk skal blæða út og þeir eiga að borga allt?
Enn og aftur boða ríkisstjórnarflokkarnir upp á spillingu. Þar sem hin svokölluðu breiðubök sem ekki tóku þátt í góðærinu skulu borga þótt lán þeirra hafi vaxið óheyrilega mikið.
Það er óþolandi að vera með stjórnvöld sem stuðla að misbeitingu valds og að jafnréttisákvæði stjórnarskráinnar skuli ekki látin ríkja.
Það á að gera eitthvað fyrir útvalda en ekki á að vinna fyrir þjóðina.
Í mínum huga munum við með breiðubökin verða gjaldþrota eftir eitt til tvö ár þar sem íbúðarverð lækkar, höfuðstóll lána hækkar og ekki hægt að selja nokkurn skapaðan hlut til að létta á sér.
Ég mun þótt ég geti vissulega borgað í dag taka þátt í átaki hagsmuna heimilanna og ekkert borga í 15 daga. Á þessum 15 dögum mun ég gera það upp með mér hvort það sé þess virði að taka þátt í þessu fáranlega samfélagi þar sem mér finnst stjórnun landsins síðustu árin eins og stjórn einhvers fábjánaríkis.
Hvað erum við margir í þessu landi sem flokkast undir millitekjufólk,nennum að vinna og sköpum gjaldeyris fyrir landið og svo eigum svo að borga brúsann fyrir allt sukkið?
Ég hef á tilfinningunni að núverandi stjórnvöld séu að búa til kerfi sem er svo létjandi að það fælir alla duglega menn frá vinnu þegar líða fram stundir.
Steingrímur og Jóhanna? Gangið hægt um gleðinar dyr. Hagvaxtarvélin verður að fá að ganga. Hún mun örugglega stöðvast ef þið gætið ykkar ekki og styðjið við bakið á duglegu fólki sem nennir að vinna.
Enn um sinn mun ég berjast en frá mínu hjarta held ég að þessi stjórn eigi eftir að fara með allt til anskotans og verðum við íslendingar að vera mjög vakandi á næstu vikum og mánuðum og helst koma þessari stjórn frá.
Ræða minnkað vægi verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Alli.
Innilega sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2009 kl. 02:07
Sammála
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 20:01
Heill og sæll,
Þetta er eins og talað og úr hjarta mínu, og jafnframt allt það sem stendur í höfundarboxi þínu. Spurningin er bara sú HVERNIG við náum því takmarki þ.e. breytingum á allri stjórnsýslu og fá heiðarlegt fólk sem er tilbúið að taka slaginn. Því miður hingað til hefur ekki verið mikið um að gott, grandvart og heiðarlegt fólk hafi gefið kost á sér og þeir fáu sem hafa gert það hafa yfirleitt ekki fengið gott brautargengi innan sinna flokka. En ekki spurning ég held að þú talir fyrir munni mjög stórs hluta þjóðarinnar og ef við náum að standa sameinuð en ekki sundruð og leggjum egói til hliðar að þá getum við átt bjarta framtíð í þessu yndislega landi.
Hulda Haraldsdóttir, 16.9.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.