Þögn og drungi yfir heimilum landsins?Hugleiðing.

Þögn og drungi svífur yfir heimilum landsins.

Margir hverjir eru farnir að hugsa um að hætta þessari vitleysu að rembast við að greiða af lánunum.

Húsnæðisverð er í frjálsu falli en höfuðstóll lána heldur áfram að vaxa þótt skilvísir greiðendur borgi stórar fjárhæðir mánaðarlega í þessu rugli. 

Það má lýsa ástandinu þannig að íslensk heimili hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás og þeir sem eiga að reyna að hjálpa "stjórnvöld" virðast slétt sama.  Þannig er tilfinning margra landsmanna í garð stjórnvalda í dag þar sem það er ekkert að gerast í málefnum heimilanna.

Það er mjög slæmt að hafa það á tilfinningunni að standa í skilum um hver mánaðarmót sé eins og að kveikja í peningunum þar sem framtíðarstefna stjórnvalda er svo óskýr í málefnum og endurreisn heimilanna.

Það er enginn sem talar kjark til þjóðarinnar.  Forsetinn er ekki lengur sameiningartákn, Jóhanna sést ekki og Steingrímur hræðir fólk með ummælum sínum.

Það sem þarf að gera er að gefa þjóðinni von um framtíðina, von um réttlát þjóðfélag og að hægt verði að lifa hér þokkalegu lífi  í nánustu framtíð.

Enn um sinn mun þjóðin reyna að vera þolinmóð til mánaðarmóta og bíða eftir framtíðarplani stjórnvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Allt svo dagsatt Alli.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.9.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband