Mánudagur, 7. september 2009
Vonandi fer að sjást sjáanlegur árangur af rannsókn á hruninu
Gunnar Anderson hefur hingað til virkað á mig sem hreinn og beinn maður.
Það er vonandi að rannsókn á bankahruninu gangi hratt og vel fyrir sig og eitthvað fari að koma í ljós einu ári eftir að bankahrunið átti sér stað.
Síðan birtast okkur alltaf fréttir af ýmsum gjörðum útrásarvíkinga eins og að nú er einn af aðalmönnum gamla Kaupþings að byggja 450 fm villu fyrir kúlulánið sitt sem hann tók út úr Kaupþing banka á sínum tíma. Á meðan skulum við almenningur svelta til að borga upp skuldirnar fyrir hann og aðra útrásarvíkinga.
Þetta er ekki skemmtileg þjóðfélagsumgjörð sem boðið er upp á hér á Íslandi í dag.
Ég vona að allt verði gert til að hraða rannsóknum á hruninu og við förum að sjá árangur áður en árið er liðið.
Mörg dæmi um lögbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Tek undir það, en þykir þú helst til hógvær og umburðarlyndur, í lok pistils.
Þessi seinagangur er skandall, og ég er að verða hárlaus yfir að reita hár mitt yfir honum, hamslaus líka, því tíminn vinnur sannarlega ekki með fórnarlömbum hér, hann vinnur með dólgunum, sem hafa haft allan tíma til að koma ár sinni vel fyrir borð.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.9.2009 kl. 16:09
Sæl Jenný.
Ég er að reyna að vera hógvær en það gengur ekki alltaf upp
Árelíus Örn Þórðarson, 7.9.2009 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.