Laugardagur, 5. september 2009
Ég trúi ekki að Gylfi vilji níðast á Íslendingum?
Gunnar Tómasson hagfræðingur og fyrrverandi starfsmaður AGS (IMF) til 25 ára segir eftirfarandi á heimasíðu samtaka heimilanna?
"Ágæti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Í viðhengi er samantekt um ákvæði laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu varðandi gengistryggingu höfuðstóls lána í íslenzkum krónum.
Það er ótvírætt að slík gengistrygging brýtur gegn 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna, og varðar refsingu skv. 17. gr.
Skaði lántakenda af þessu broti lánastofnana veltur á hundruðum milljarða kr.
Frá þjóðhagslegu jafnt sem réttlætissjónarmiði ber því brýna nauðsyn til að fullt tillit sé tekið til skaðabótaskyldu viðkomandi lánastofnana áður en gengið er frá uppgjöri við erlenda og innlenda kröfuhafa gömlu bankanna.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra vonast til að vera með fullmótaðar tillögur til lausna á skuldavanda heimilanna þegar þing kemur saman um næstu mánaðamót.
Ég er svona hóflega bjartsýnn á að það takist. Þetta gæti jafnvel komið fyrir mánaðamótin," sagði Gylfi.
það er nóg fyrir okkur Íslendinga að vera kúguð af hollendingum og brétum með stuðningi forseta íslands og stjórnvalda. En þegar stjórnvöld ætla síðan að kúga íslendinga beint með stjórnvaldsaðgerðum og brjóta á þegnum sínum þá er mikið að.
Traust bankanna er ekkert og er fáranlegt að það sé verið að reysa þá upp í þessari ófreskju mynd. Að mínu mati hefði átt að láta þá rúlla og stofna einn nýjan ríkisbanka og taka eitt hænufét í einu.
Nú höldum við íslendingar áfram að berjast fyrir réttlætinu og útrýma spillingunni sem hefur ekkert mynnkað með nýrri ríkisstjórn þar sem ekkert er upp á borði og margir spillingar furstar lifa góðu lífi enn þá þótt öll þjóðin sé að myljast í sundur.
Uppskrift að stórslysi | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mér hefur alltaf leiðst Torfærudót.Er ég þá ekki dæmigerður íslendingur, en í þættinum voru alhæfingar stundaðar.
Hörður Halldórsson, 5.9.2009 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.