Voru ekki allir plataðir?

Ég verð að viðurkenna það að ég er ekki eins gáfaður og Georg Bjarnfréðarson sem er með 5 háskólagráður.

En eitt veit ég þó að ég sá að þessi heilaþvottur stjórnvalda gekk ekki upp.  Skrifaði ég tvær greinar í Morgunblaðið árið 2000 og varaði við þessari þróun græðgisvæðingar sem hafði  byrjaði með kvótakerfinu.

Þar sem allt var falið og stjórnsýslan í lokuðum herbergjum þá trúðu allir því hvað allir þessir útrásarvíkingar væru klárir með fullum stuðningi æðstu ráðamanna landsins.

Þess vegna er ekki ótrúlegt að eftirlitsmenn OECD hafi verið gabbaðir af stjórnvöldum og þeim útrásravíkingum sem tóku landið yfir á þessum svokallaða "góðæristíma"

Nú þurfum við að elta upp þýfið og rannsaka þetta til ársins 1991 þegar frjálsa framsalið var sett á.

 


mbl.is OECD oflofaði íslenskt fjármálakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu viss, moggamenn og aðrir frjálshyggjupésar munu snúa sögunni allri á haus. Þanig hefur það alla tíð verið.

Valsól (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

...persónulega er ég alltaf vitrastur eftirá. Við þurfum kannski að hafa það viðmið líka þegar OECD segir álit sitt á líðandi stund.

Gísli Ingvarsson, 3.9.2009 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband