Miðvikudagur, 2. september 2009
Ritskoðun hafin í íslensku þjóðfélagi.
Finnst ykkur ekki undarlegt að ekkert var fjallað um undirskrift forsetans á stöð 2 og sára lítið í ríkissjónvarpinu.
Þetta stóra mál er gjörsamlega þagað niður.
Er þetta það Ísland sem við eigum að búa í?
Allt upp á borði sögðu ríkisstjórnarflokkarnir fyrir kosningar en það var vissulega sagt bara í orði.
Upprisa íslensku þjóðarinnar hefst ekki nema að ríkisstjórnin fái okkur sauðsvarta almúgan með sér í lið.
Ef leiðinlegur mórall er í liðinu þá tapar liðið og allir í kringum liðið.
Ef framkvæmdarstjórinn t.d Steingrímur J og Jóhanna tekst ekki að búa til lið þá verða þau að hreinsa til í yfirstjórninni eða að taka við einhverju öðru liði því hættan er á að við leikmenninir sættum okkur ekki við svona.
Saka ráðherra um hótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.