Óbærilegar skattahækkanir framundan.

Hvað þýðir þetta?

Að mínu viti þýðir þetta óbærilegar skattahækkanir framundan?

Vegna aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart heimilum landsins er að styttast í það að meirihluta þjóðarinnar fer að leggjast í greiðsluléti þar sem ekkert er framundan nema áratuga örbrigð.

Á meðan ganga þeir lausir sem bera ábyrgðina og hlægja af okkur sauðsvarta almúganum og finnst það sjálfsagður hlutur að við borgum og borgum.

Sem venjulegur millitekjumaður er ég farinn að finna verulega fyrir buddunni og þau tímamót koma örugglega að margir íslendingar sem geta staðið í skilum í dag geta það ekki eftir nokkra mánuði.

Ég ætla að taka þátt í því með samtökum heimilana um mánaðarmótin október að borga ekkert í 15 daga. Sýna þar með táknræn mótmæli.  Vona að sem flestir landsmenn sjái sér fært að taka þátt í þessum táknrænu mótmælum og mótmæla þessu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart heimilum landsins.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

..og dráttarvextirnir lenda á þér?

alls ekki slæm hugmynd þetta greiðsluverkfall, en þýðir þetta ekki bara að lánveitandi getur sett vexti á þá sem ekki borga v/ þessa 15 daga, og fá þá meira í kassann hjá sér á endanum.

það sem ríkisstjórnin ætti að einblína á þessa dagana er að leiðrétta verðtryggð húsnæðislán. Það er að sliga heimilin í landinu ... að fólk borgar af láninu hver mánaðarmót og lánið hækkar bara.

ég efast um að mótmælin um áramótin síðustu og allt í kringum þau hafi verið til þess eins að koma að ríkisstjórn sem hugsar bara um ESB....? ég vona allavega ekki.

ThoR-E, 28.8.2009 kl. 14:41

2 identicon

Gáfulegra væri að neita að skila skattframtalinu!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband