Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hannes verður að gera sér grein fyrir því að hann er höfundur öfgafrjálshyggjunar þar sem allt átti að selja og koma í pening.

Oft hafði ég á tilfinnungunni að hann væri tilbúinn að einkavæða ömmu sína ef viðunandi verð hefði fengist fyrir hana.

Hannes er höfundur ásamt fleirum að þessari hrikalegu græðgisvæðingu fárra útvaldra sem í upphafi fengu allar þjóðarnytjar gefins en sólunduðu síðan öllu og nú á þjóðin að borga.

Nú berjumst við þjóðin og komum öllum þessum mönnum burt sem bera ábyrgð á hruninu.  Ef endurreisnin á að takast þá verða nýir menn að koma að þar sem ekkert annað er í boði.

Ef spillingin á að viðgangast þá munu margir íslendingar gerast pólitískir flóttamenn í öðrum löndum.

Öll þessi spilling byrjaði með kvótakerfinu og síðan vatt hún upp á sig og margir spillingar jöfrar komust á bragðið og gátu ekki stoppað.  Þetta varð að dómínó bolta.

Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera?  Ætlar hún virkilega ekki að hreinsa til þar sem allt of margir eru enn að vinna fyrir ríkisstjórnina sem bera einhvera ábyrgð á þessu hruni.

Ég tek upp orð Sverris Stormskers?  Ég sem einn af meðlimum þjóðfélagsins mun aldrei sætta mig við það að ég sé tekinn beint í kakóið.

Berjumst íslendingar fyrir nýju íslandi með nýju útrásarfólki sem fer eftir leikreglum markaðarins.


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband