Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Það er ekkert traust á íslenskum bönkum.
Í mínum huga er ekkert traust á íslenskum bönkum. Það er ekkert traust þegar ekki er farið í það að ryksuga almennilega út og gera allt snyrtilegt og nýtt.
Það er ekkert traust þegar leyna á fílunni og sóðaskapnum hvað Glitni og Landsbankann varðar.
Það er erfitt að fara eitthvað? Það er sama hvert horft er? Nauðugir þurfa landsmenn að eiga viðskipti við mafíu meðan ekki er almennilega tekið til svo tekið sé eftir því.
Það verður að fá allt upp á borðið. senda út lánabók Glitnis og Landbankans fyrir hrunið og hlífa þar með nýjum viðskiptavinum.
Að lokum.
Ótrúlegt að bankastjórinn hafi ekki tekið ákvörðun um lögbann í samráði við stjórnina? Hver er staða hans í dag? Nýtur hann traust hjá viðskiptavinum Kaupþings?
Stjórn Kaupþings harmar skaðann af lögbanninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.