Sunnudagur, 2. ágúst 2009
Hvers vegna eru bankaræningjar ekki bak við lás og slá?
Hver er munurinn á að ræna banka innan frá eða fyrir opinberum tjöldum? Þegar stórt er spurt er lítið um svör.
Hvers vegna er enginn útrásar glæpamaður settur í bönd þótt almenningur sjái að þvílíkur glæpur hafi verið framinn gegn íslensku þjóðinni.
Hvers vegna var fátæklingur sem rændi einu kjötlæri í Hagkaup settur inn í nokkra mánuði á meðan ekki er hreyft við landráðamönnum.
Ég er löngu hættur að skilja upp eða niður í þessu mest spiltasta þjóðfélagi veraldar sem ég er svo óheppinn að fæðast í.
Ég skora á þessa duglausu ríkisstjórn sem var kosin til að stíga upp og fara að sanna sig til að aflétta þessari bankaleynd um þessa spillingu sem grasserar innan herbúðar hennar.
Ríkisstjórnin verður að fara að skipuleggja sig og fara í að finna húsnæði þar sem við getum hýst þessa útrásar glæðamenn næstu árin sem virðast teljast í tugum manna.
Nú er þolinmæðin komin að þrotum og við viljum þjóðfélags réttlætis.
Nú er uppreisn á næsta leyti ef ekkert verður að gert að vinda ofan af þessu rugli sýslumanns Reykjavíkurs.
Nú er komið nóg og við látum ekki þessa ófyrleitnu útrásar víkinga traðka á okkur í skítinnn.
Ég mun gera allt til að losna undan oki míns viðskiptabanka, Kaupþings eftir helgi. Ríkisstjórnin verður að hjálpa almenningi okkur að komast undan oki þessara glæpamanna og banka sem heitir Kaupþing banki.
Skrifa ekki meira í bili þar sem ég þarf að fara að æla?
Hendur fjölmiðla bundnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Vefurinn, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Athugasemdir
já hingað og ekki lengra. Almenningur mun hætta að skipta við Kaupþing Banka
Hólmdís Hjartardóttir, 2.8.2009 kl. 06:51
Það eru allar fangageymslur fullar en þær mætti nýta betur td.með kojum ,ég sé nú ekkert að því að 2 deili fangaklefa ,að vera í fangelsi er hegning en ekki vera á hoteli.
Þessir svokölluðu útrásavíkingar með græðgi að vopni gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar svo að það er alveg ljóst að það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það. Eitt skal yfir alla gangaGuðmundur Eyjólfur Jóelsson, 2.8.2009 kl. 08:35
Vasa-útgáfan á þinni spurningu:
Ef ég skrifa upp á víxil fyrir einhvern ræsis-róna/sem ekki er hægt að treysta og víxillinn fellur á mig; hef ég þá verið rændur; eða var það mér sjálfum að kenna að hafa skrifað upp á eitthvað sem ekki var nógu traust?
Róninn hefur væntanlega ekki gert neitt saknæmt þó að hann hafi látið víxilinn falla;
er það?
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.