Sunnudagur, 31. maí 2009
Þjóðargjaldþrot heimilanna á næstu mánuðum. Algjör ringulreið ríkisstjórnarinnar með sínu fyrsta útspili.
Við íslendingar erum gjaldþrota þjóð. Við getum ekki staðið við skuldbindingar útrásar víkinganna nema allt fari hér um koll með víxláhrifum.
Sjálfur finnur maður það með hverjum mánuðinum sem líður hvað það er mikil vitleysa að standa í skilum þar sem 75% íslendinga verða hvort að er gjaldþrota eftir ár með áframhaldandi úrræðaleysi stjórnvalda.
Það má ekki misskilja? Venjulegur maður reynir að standa í skilum í dag? En með fyrsta útspil stjórnvalda sem er lítið fjörlegt miðað við það sem koma skal.
Er eitthvað vit í því að hengja sig upp í ljósastaur og rembest við að standa í skilum í dag þegar það verður ómöglegt eftir hálft ár?
Kannski best að Sjálfstæðisflokkurinn þrífi skítinn upp eftir sjálfan sig.
Vissulega farið að fara í mínu fínustu taugar að búa og lifa í þessu spiltasta landi jarðkrínglunar
Takmarka ábyrgð vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Þessi frétt gefur nú ekki tilefni til þess að afleiðingin verði ,,þjóðargjaldþrot heimilanna" sem þú kallar svo. Ef rétt er að alþjóðlegur samdráttur nái botninum nú í haust,er líklegt að þær eigur sem Landsbankinn á erlendis geti farið langt með að standa á móti innlánunum í Bretlandi og Hollandi. Það er þá betri staða en þeir svartsýnustu spáðu, 600 milljarða pakki á þjóðina eða meira.
Ef heimilin verða gjaldþrota innan einhverra mánaða, þá er það vegna þess að núverandi stjórnvöld muni ekki grípa til þeirra aðgerða sem þörf er á. Það er þá við stjórnarflokkana að sakast ef svo fer. Áttu von á því að stjórn sem ætlar að setja skjaldborg um heimilin í sem aðaláherslu, komi þeim í þrot?
Sigurður Þorsteinsson, 31.5.2009 kl. 08:11
Sæll Siggi. Miðað við síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar þá er ég ekki bjartsýnn. Höfuðstóll lána hefur verið á fleygiferð upp á meðan eignir brenna upp. Það gefur auga leið að fólk fer í greiðsluléti við það að borga mikið af einhverju sem það á svo ekkert í.
Það verður að finna einhvern flöt á hina gullnu reglu að fólk haldi áfram í greiðslugleði.
Árelíus Örn Þórðarson, 31.5.2009 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.