Góð byrjun á að búa til gott réttlátt betra Ísland sem mun blómstra í nánustu framtíð.

Eftir að hin hörðu lög  voru samþykkt um daginn sem gefur FME ákveðið inngrip í fjármálastofnanir þá tel ég þetta bestu lausnina fyrir almenning í landinu.

 

Slökkvistarfið gengur vel en fyrir viku síðan fannst mér 75% eignarhlutur ríkisins í Glitni  lausn úr skelfingu en skaðvænleg. Ég er sáttari við þessa lausn með inngrip FME í banka Glitnis eftir að Davíð skýrði út sín sjónarmið fyrir landsmönnum í Kastljósi í kvöld.

Eftir þessar hreingerningar þá fer vonandi skútan að sigla eðlilega á næstu vikum.

Vonandi eru Kaupþingsmenn eitthvað að vinna í sínum málum en vissulega þarf að skipta um menn í brúnni ?  Yfirstjórn þessa banka hefur vissulega misboðið okkur sauðsvarta almúganum gegnum tíðina.

Öll stjórnsýsla snýst um siðferði og traust frá almenningi en Sigurður og Heiðar eiga svo sannalega ekki mitt traust. 


mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband