Þriðjudagur, 7. október 2008
Góð byrjun á að búa til gott réttlátt betra Ísland sem mun blómstra í nánustu framtíð.
Eftir að hin hörðu lög voru samþykkt um daginn sem gefur FME ákveðið inngrip í fjármálastofnanir þá tel ég þetta bestu lausnina fyrir almenning í landinu.
Slökkvistarfið gengur vel en fyrir viku síðan fannst mér 75% eignarhlutur ríkisins í Glitni lausn úr skelfingu en skaðvænleg. Ég er sáttari við þessa lausn með inngrip FME í banka Glitnis eftir að Davíð skýrði út sín sjónarmið fyrir landsmönnum í Kastljósi í kvöld.
Eftir þessar hreingerningar þá fer vonandi skútan að sigla eðlilega á næstu vikum.
Vonandi eru Kaupþingsmenn eitthvað að vinna í sínum málum en vissulega þarf að skipta um menn í brúnni ? Yfirstjórn þessa banka hefur vissulega misboðið okkur sauðsvarta almúganum gegnum tíðina.
Öll stjórnsýsla snýst um siðferði og traust frá almenningi en Sigurður og Heiðar eiga svo sannalega ekki mitt traust.
![]() |
FME tekur Glitni yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.