Sunnudagur, 5. október 2008
Það rættist úr því sem ég skrifaði 14 maí um duglausa ríkisstjórn.
Geir Harði hefði átt í vor að gera eitthvað í málum þjóðar sinnar. Í dag virkar hann í mínum huga eins og kjáni, úræðalítill og vanmáttugur. Í mínum huga er þessi ríkisstjórn sú vanmáttugasta stjórn sem ég hef fylgst með.
Ég skrifaði á bloggið 14 maí þegar ég var orðin pist á þvílíku aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem þó við margir af sauðsvartasta almúganum sáum þó fyrir en engin úræði bóluðu frá ríkisstjórn Íslands.
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Verður maður neyddur að lokum að styðja vinstri flokka vegna aðgerðaleysis Geirs Haarde
Þegar maður rýnir í síðustu tvo áratuginna sem eldheitur hægri sinnaður framfara maður þá verður maður hugsi?
Síðustu 17 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd og talið okkur sauðsvarta almúganum trú um að gæfa þjóðarinnar væri að sumir forréttindahópar ættu að njóta auðæfi þjóðarinnar gefins. Það myndi verða best fyrir alla þar sem það yrði í þágu þjóðarinnar.
Nú þarf sauðvarti almúginn að borga 20% vexti af húsnæðisstjórnarlánunum sínum á meðan að sjálftökumennirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn skóp með gjafabréfinu sínu þurfa ekki að hafa áhyggjur til lífstíðar.
Til hamingju Davíð Oddson, Geir Haarde, Ingibjörg sem tekur starf sitt alvarlega á kostnað loforða við þjóð sína.
Þetta er að fara hratt niður á við og maður finnur fyrir hækkunum á hverjum degi. Við erum komnir í sama farið aftur og ríkisstjórn sem vill ekki þjóðarsátt getur ekki ætlast að þeir sem eiga eftir að semja semji lengur í kjarasamningum en til sex mánaða í senn.
Þessi ríkisstjórn verður örugglega mynnst sem ein sú vanmáttasta ríkisstjórn frá tíma lýðveldisins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Vefurinn, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
já ég segi að Geir Haarde eigi að segja af sér og það strax og boða eigi til kosninga fyrir jól...ef það verða einhver!!!!
Hilmar Dúi Björgvinsson, 5.10.2008 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.