Frjálshyggjan og græðgisvæðing örfárra manna hafa eyðilagt frelsið.

Það virðist vera taktík hjá þessum sjálftökumönnum að segja aldrei satt eða rétt frá.  Ég tel að Landsbankinn og Kaupþing banki standi á mun valtari fótum en þeir vilja segja.

Það er fyndið að sjá  menn sem hafa fengið ríkiseigur og kvóta nánast gefins, heimta bara meira frá ríkinu eins og smá krakkar.

Frjálshyggjan er góð sem slík ef menn kunna með frelsið að fara.  Við sauðsvarti almúginn höfum orðið vitni að svo hrikalegri græðgi að fáir vorkenna þessum sjálftökumönnum í dag.

Ég var mjög ósáttur við Davíð og hans lið á sínum tíma en ég stend fullkomlega með Seðlabankanum og ríkisstjórninni á aðgerðum þeirra gegn Glitni.  Eg treysti ekki að þessum mönnum sé lánaður peningur með einhverjum pappírsveðum.  Þess vegna var það  eina leiðin að ríkið tæki Glitni yfir.

Það kæmi mé ekki á óvart að ríkið tæki alla bankana yfir aftur.

Frjálshyggjan hefur brugðist.


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Bara ef þú vissir, bara ef þú vissir.  Íslenska þjóðin er gjaldþrota.  Takk fyrir stákarnir okkar.

Björn Heiðdal, 2.10.2008 kl. 00:48

2 identicon

Þegar þessir menn tala um frelsi eru þeir ekki að tala um að auka frelsi borgaranna. Frelsi fyrir Sjálfstæðisflokknum og blóðsugunum í bönkunum þýðir réttinn til að eiga og ekkert annað. Þegar þeir tala um frelsi, eru þeir í reynd bara að tala um eignarrétt, ekki frelsi til að raunverulega gera neitt sérstakt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 01:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þeir hafa einhverntíma trúað á "frelsi", þá eru þeir löngu búnir að svíkja þá annars fallegu hugsjón, bévítans fasistarnir sem þeir eru orðnir.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband