Þriðjudagur, 6. maí 2008
25 dagar þangað til utanríkisráðherra svíkur stærsta loforð sitt sem brennur á íslensku þjóðinni.
Ingibjörg lofaði fyrir síðustu kosningar að hennar fyrsta verk væri fyrir þinglok ef hún kæmist til valda að breyta eftirlaunum ráðamanna til jafns við hinn sauðsvarta almúga.
Þögnin ein er í þessum málum og með sama áframhaldi mun frú Ingibjörg rúin trausti hjá almenningi. Að beygja sig svona undir samstarfsflokkinn miðað við yfirlýsingar í jafnmikilvægu og þjóðþrifa sanngjörnu máli verður ekki Samfylkingunni til tekna.
Stöð 2 hefur minnst á loforð Ingibjargar sem þeir eiga þökk fyrir.
Annars verður maður að brosa af sviknum loforðum og verður Ingibjörg og Samfylkingin að eiga það við sig,
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Spaugilegt, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.