Þriðjudagur, 27. ágúst 2013
Mjög klaufaleg ríkisstjórn sem byrjar mjög illa að forgangsraða!
Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er mjög klaufaleg ríkisstjórn sem byrjar á öfugum enda! Vildarvinir og vandamenn og forustumenn fá fljóta afgreiðslu í sínum málum en við hin 95% þjóðainnar fáum fölsk og svikin loforð og líklegast bara skatthækkanir. Í mínum huga er þetta eins og að ætla sér að hlaupa Maraþonhlaup afturábak. Nú er búið að slíta af tugi miljarða sem síðasta ríkisstjórn setti í fjárlagagatið á kostnað auðmanna og vildarvina þar sem líklegast verður enn meiri þungi settur á hina vinnandi millitekjustétt. Ungir Sjálfstæðismenn krefjast nú að Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á því að forustumaður Sjálfstæðisflokksins væri settur á bekk sökudólgs. En aldrei hef ég heyrt Sjálfstæðisflokkinn og forustu menn hans biðja mig og landsmenn á sínum gjörðum afsökunar af eignar tapinu því má áætla að kalla má þetta hræsni! Klaufarlegri byrjun nýrar ríkisstjórnar þekkist vart í heiminum og er frábært að fylgjast með vandræðahætti þeirra og reyna að telja landsmönnum þá trú að íslenska krónan sé mesti og besti gjaldmiðill í heimi enda hentar krónan vel hjá LÍÚ og vildarvinum. Að lokum ! Íslenska þjóðin þarf að vakna og láta í sér heyra og segja stopp því við þurfum nýtt Ísland með nýja hugsun. þESSI AFTURÁBAK HUGSUN STJÓRNVALDA HUGNAST EKKI NÚTÍMA ÞJÓÐFÉLAGI!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.