Miðað við allt sem á undan er gengið þá á að halda aðildarviðræðum ESB áfram!

Allar rannsóknarskýrslur sem gefnar hafa verið út sýna að hér hefur ríkt stjórnleysi og spilling í nokkra áratugi! 82% landsmanna vilja halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í ESB! Stjórnarflokkarnir segja nei því að við 82% erum svo heimsk að vilja halda þessu ferli áfram! Stjórnarflokkarnir halda að það sé farsælast að halda áfram á sömu braut eins og fyrir hrun enda sumarþingið frábært þar sem tókst að stækka fjárlagagatið úr 5 miljörðum í 30 miljarða með það að leiðarljósi að niðurskurðarhnífnum verður beitt í haust!

OK.

Ég er kominn á þá skoðun eftir að hafa fylgst með stjórnmálum síðan faðir minn var formaður Sjálfstæðisfélags Garðarbæjar að við kunnum og getum ekki stjórnað okkur enda faðir minn þá mjög gagnrýninn á stefnu Þorsteins Pálssonar og síðar Davíð Oddsonar! Síðar varð ég mjög sammála honum þegar ég fór að pæla í þessari ömurlegu pólitík! Þess vegna eigum við að sjá hvað ESB getur boðið okkur upp á og hvort það sé ávinningur fyrir meirihluta þjóðarinnar t.d með lægra matarverði og girðingar gagnvart spillingu til að við sem þjóð þurfum ekki að lifa fleiri gjaldþrotahrun ára. Eins og allir vita sem vilja sjá þá hefur spillingin riðið tröllhúsum hér í allt of langan tíma og nýafstaðið sumarþing byrjar ekki vel þannig að von fólksins verði bjartari en Sumarliði í sumarhúsum.

Stjórnleysi Alþingis síðustu mörg ár hafa gert mig að miklum ESB sinna enda get ég ekki séð og treysti lögkjörnum Alþingismönnum á að taka réttar ákvarðanir miðað við það sem á undan er gengið. Þess vegna þurfum við faglega aðstoð erlendis frá og þá sérstaklega góða sérfræðinga hvernig mögulega er hægt að girða fyrir spillinguna þannig að allir geta lifað hér í sátt og samlindi um aldur og ævi!

Ég skora síðan á hið háttvirta Alþingi að gefa þjóðinni kost á að leyfa okkur að sjá hvað það er sem ESB getur boðið þannig að öryrkjar,aldraðir og fl geta átt hér áhyggjulaust líf umaldur og ævi! Alþingi gat ekki einu sinni boðið okkar minnihlutahópum upp á slíkt í svokallaða góðæri. Þess vegna er margt hugsað en lítið um svör!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

algjörlega sammála þér í þessu. eina leiðin fyrir venjulegt fólk er esb

Rafn Guðmundsson, 7.7.2013 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband