Það verður erfitt val að kjósa í vor.

Nú fer að styttast í kosningar og vandinn að kjósa rétt verður mikill! Ég hef alltaf stutt gildi Sjálfstæðisflokksins." Stétt með stétt og frelsi einstaklingsins "en í tíð ríkisstjórnar Davíð Oddsonar þá tók flokkurinn mikla U beygju frá þessum gildum sínum og demdi sér út í frjálshyggjuna sem er stjórnmálafræði á Bandaríska vísu. Þjóðin varð heilaþvegin af frjálshyggjunni og var stjórnað með heilaþvætti að við íslendingar værum bestir og mestir í öllu, þvílíkir snillingar að höndla fjármuni og þeir örfáu sem fengu afnot af auðlindinni gerðir ofsaríkir. Í tíð Davíð Oddsonar var byrjað að selja eigur ríkisins til útvalina vina sem fengu þær á Tombóluprís. Einkavinavæðingin sem gerði örfáa ofsaríka fór eins og hún fór með "þjóðargjaldþroti" þar sem menn kunnu ekkert með frelsið að fara enda aldrei gripið inn í hjá stjórnvöldum þótt þetta rugl væri fyrir framan okkur á hverjum degi.

Þrátt fyrir aðvararnir erlenda sérfræðinga og innlendra að við íslendingar værum galnir og okkar útrásarvíkingar væru ekki þessir snillingar! Þá var ekkert hlustað heldur gefíð í botn og hugsað um að lifa sérhvern dag án þess að hugsa um þjóðarhag! Þegar allt hrundi þá var það nefnilega okkar þjóðarinnar að borga brúsan og þurfum við líklegast að gera það um ókomin ár, börnin okkar og barnabörn líka.

Ég og fjölskyldan mín höfum sem betur fer langtímaminni og ætlum að gefa Sjálfstæðisflokknum frí í næstu kosningum. Gildi flokksins eru góð en það þarf að fara eftir þeim.

Þá er ég búinn að útiloka einn flokk sem ég og fjölskylda mín munum ekki kjósa í næstu kosningum. Þetta voru svona hugrenningar sem ég hef gaman af að láta frá mér á nokkrum mínútum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband