Stjórnvöld þurfa að búa til skilyrði fyrir drifkraft þjóðarinnar!

Af fréttum sem ég heyri frá mönnum sem reka stór og smá fyrirtæki er rekstrarumhverfið mjög erfitt og viðkvæmt Það virðast allir vera sammála að allar launahækkanir eins og staðan er í dag muni strax fara út í verðlag! Víxlverkun launa og verðlags er alltaf launamanninum í óhag þar sem verðbólgan étur upp laun með ógnar krafti eins og staðan er hjá okkur í dag!

Hvað er til ráða og hvernig förum við að því að bæta hag þeirra sem eiga vart salt í grautinn í dag!

Ein mesta kjarabót sem launamenn geta fengið er að íslenska krónan styrkist, að matarverð lækki, að verðtryggingin verði afnumin og eða að verðbólgan verði eins og í siðmenntuðum löndum aðeins 1 til 2 prósent.

Hvernig förum við að því!

Ef allir róa í sömu átt þá ætti þetta að geta tekist. Sátt verður að nást hjá öllum hagsmunaaðilum og við verðum að leita allra leiða. Svo er það hin leiðin að láta allt fara úr böndum og semja til 6 mánaða í senn með ógnar verðbólgu eins og var um eða fyrir 1980. En það var samt skárra en ástandið í dag þar sem laun hækkuðu ört í takkt við verðbólguna enda voru tvö núll klppt af krónunni árið 1987.

Þetta eru hugleiðingar mínar þar sem ég sé engan drifkraft hjá þjóðinni og allt virðist liggja í dvala!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óhóflegar launahækkanir umfram framleiðnivöxt leiða til lækkunar á krónu og verðbólgu sem límist á verðtryggðan höfuðstól lána. Þannig er almenningur rændur hægt og rólega. Þannig verður óstöðugleikinn okkar til. Svo vill til að ESB-sinnar og verðtryggingar-sinnar semja um launin og gera þetta viljandi til að hér verði sem mestur óstöðugleiki og svo ljótleiki lífeyriskerfisins komi ekki í ljós fyrr en þeir hafa látið af störfum en lífeyriskerfið okkar treystir mikið á verðtrygginguna.

Flowell (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband