Er þjóðin á réttri leið!

Smá pistill til umhugsunar!

Þegar nokkrir mánuðir eru til kosningar er þarft að rifja nokkur dæmi upp!

1. Árið 2007 var gengi Evrunar um 80 kr en er í dag um 172 kr.

2. Frá árinu 2008 hafa matvörur hækkað að meðaltali um 110% en laun um 37%.

3. Frá árinu 2007 hefur bensínið hækkað hátt í 200%

... 4. Hiti og rafmagn um 80% frá árinu 2007.

5. Verðbólgumarkmið Seðlabankans hefur aldrei náðst svo ég muni eftir!

6. Frá árinu 2007 hefur höfuðstóll húsnæðislána hækkað um margar miljónir eða tuga miljóna króna.

7. Frá árinu 2007 áttum við að búa við eitt besta lífeyrissjóðskerfi í heimi en í dag hefur fólk það á tilfinningunni að við búum við eitt það allra slakasta kerfi í heimi.

8. Árið 2007 var sterk millistétt búandi á landinu en nú hefur fólk það á tilfinningunni að reynt sé að alefli að útrýma millistéttinni og að sem flestir hafi vart til hnífs og skeiðar.

Þetta er svona smá upptalning og umhugsun um það hvort við sem þjóð séum á réttri leið fimm árum eftir hrunið. Ekkert sést til lands í endan á kreppunni og öll hagvaxtarhjól ryguð föst.

En ég er bjartsýnismaður og veit það með vissu að við munum ná landi en hvenær það verður veit enginn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband