Hagsmunir Íslendinga framyfir hagsmunum sérhagsmunaaflana!

það er skrítið að búa í landi þar sem stjórnvöld hafa enga virðingu almennings!  Samkvæmt síðustu könnun þá er virðing Alþingis niður í kjallara, 13% landsmanna eru ánægð með stjórnvöld og 7% með stjórnarandstöðuna.

Reiði almennings er mikil enda óréttlætið látið bitna á hinum venjulega þjóðfélagsþegni eins og skotið sé úr hryðskota byssu.  Afskrifað er hægri vinstri hjá útvöldum sem fóru óvarðlega í falsgóðærinu meðan ráðdeildar fólkið sem aldrei tók þátt í svikamillunni er sagt að það eigi að borga sukkið!

Nýju bankarnir fengu lánasöfnin úr gömlu bönkunum á 40% virði samt er ráðdeildar fólkið sem alltaf stendur í skilum þótt það eigi ekki fyrir mat krafið um að það skuli borga stökkbreyttu lánin sín um 100% .

Bankarnir hafa gjörsamlega ofboðið siðferðisvitund hins almenna neytanda og  er traust okkar landsmanna gagnvart þessum kennitöluflökkurum stofnunum algjörlega niður í kjallara.  Yfirstjórn bankanna hafa tekið upp aðalinn og eru farin að borga sér laun eins og gamli aðallinn gerði!

Nú hefur þjóðin eða allir þeir sem komast ákveðið að hittast við setningu Alþingis.  Þar mun þjóðin mótmæla því að spillingin heldur áfram að grassera og aðallinn heldur áfram að taka stóran bita af kökunni meðan þjóðinni blæðir og hirðir molana!

Ísland berst fyrir frelsi úr ánauð sérhagsmunaaflana.  Áfram íslenska þjóðin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt og ég tek undir hvert orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2011 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband