Eru sérfræðingarnir þeir sömu og sungu útrásar sönginn?

Hvers vegna er það ekki gefið upp hvaða sérfræðingar það eru sem gefa þessu frumvarpi falleinkun.  Meðan svo er þá er ekki hægt að kalla þetta álit annað en einn enn áróðurinn!

Við íslendingar erum löngu búnir að fá nóg af sérhagsmuna áróðri sem gerði ekkert annað en að koma þjóðinni á hausinn þótt undirritaður ásamt fleiri mætum mönnum hafi varað stjórnvöld síðustu áratuga í hvert stefndi að óbreyttu

Þess vegna spyr þjóðin?  Hverjir eru þessir sérfræðingar?  Eru það kannski þeir sömu og hrópuðu útrásar sönginn með Hannes Hólmstein í fararbroddi.


mbl.is „Frumvarpið fær falleinkunn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Árelíus þetta eru sömu menn. Mogginn birtir nöfnin og þar fer fremstur í flokki Hagfræðingurinn Daði Már Kristófersson. Til að sjá hvaðan hans hugmyndir koma er nærtækast að skoða álit sem hann gaf "endurskoðunar" nefndinni. Sjá skýrlsu nefndarinnar á vef sjávarútvegsráðuneytisins.

Þarna eru 4 hagfræðingar og sé ég ekki betur en að þeir komist allir að sömu niðurstöðu og Daði fyrir endurskoðunarnefndina ef EINOKUNIN verður afnumin fara bankarnir á hausinn.

þetta er einfallt mál ef útgerðirnar eru búnar að standa í lántökum og eiga ekki eignir fyrir skuldum fara þær á hausinn. þjóðin fær veðin "kvótann" og skipin engin eign er í útgerðamönnunum svo við gefum skít í þá.

Nú þegar búið er að taka fyrir verð stýringu á kvótunum lækkar kvótinn í verði og þá lækka fyrirtækin í verði??? Þetta pakk heldur að það geti dregið þjóðina á asnaeyrunum eð svona bulli.

Ólafur Örn Jónsson, 18.6.2011 kl. 08:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er allt sama fólkið sem hefur hagsmuna að gæta í L.Í.Ú klíkunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2011 kl. 23:51

3 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

En það er samt ömurlegt að horfa upp á það hvað gullfiskaminni okkar íslendinga nær skammt á veg!  Það eru ansi margir sem snúast með valdhöfunum í Valhöll og dýrka þann heilaþvott sem þaðan kemur. 

Þetta gengur ekki lengur þetta arga þras.  Kvótakerfið í núverandi líki verður að fara í þjóðarkosningar og þjóðin á að hafa síðasta orðið með það t.d hvort áframhaldandi framsal í núverandi mynd eigi að vera áfram og svo f.r.v.

Ef þjóðin vill óbreytt kvótakerfi og að örfáir gæðingar ráði öllu með það hvernig auðlindin sé nýtt þá verð ég að sætta mig við það og það mun ég gera.

Árelíus Örn Þórðarson, 20.6.2011 kl. 00:49

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er okkar skylda gagnvart komandi kynslóðum að afnema þetta kerfi og taka upp kerfi sem ekki brýtur gegn Mannréttindum.

Kynslóð fram af kynslóð verður að fara að eins og veiðimaður sem kemur á fallegan veiðistað. Hann vanhelgar ekki staðinn og fegurðina og skilur eftir sig RUSL. 

Ólafur Örn Jónsson, 20.6.2011 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband