Föstudagur, 6. maí 2011
Ég trúi á sjálfan mig og mér er sama þótt enginn annar geri það og hef ég alltaf fundið fyrir því!
Ég hef svo gaman af því þegar fólk trúir ekki á getu manns og heldur að maður sé bara froðusnakkur. Slíka tilfinningu fékk ég þegar ég ákvað að taka af mér 35 kg og gerast hálf marþonhlaupari. Síðan gerðist ég Maraþonhlaupari og tók tvö slík á 12 daga millibili. Nú er stefnan sett á 100 km hlaup og ég stefni enn og aftur á þá þraut að sigra sjálfan mig þótt allir hafi haldið að ég væri froðusnakkur og grobbhani sem einugis væri í nösunum á viðkomandi.
Ég hef haft rosalega gaman af hvernig margir af mínum starfsfélögum hafa brugðist við! Sumir hafa haldið mig geðveikan, sumir að þetta væri ekki hægt, fólk hefur varla getað horft framan í mig. En ég mun halda áfram og gera mitt besta að vera framúrskarandi og taka áskorunum óhræddur og spekúlera hvernig maður kemst í gegnum markmiðin.
Nú er 100 km hlaup á næsta leiti hjá mér. Enginn hefur trú á því að fyrrverandi fitubolla 120 kg fyrir 3 árum nái þeim markmiðum sínum að sigra sjálfan sig en ég veit að að ég get ,ég veit og ég ,skal. Síðan munu enn erfaðari áskoranir verða á mínum vegi á næstu árum ef heilsan verður svona frábær eins og hún er í dag þótt fólk haldi mig áfram ruglaðan ha ha.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér, gangi þér vel með 100 km. hlaupið. Auðvitað getur þú allt sem þú leggur þig fram um.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2011 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.