Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Mun þjóðin standast heilaþvott stjórnmálamanna sem viðgengist hefur hér í einn og hálfan áratug.
Ef ég segði JÁ við Icesave þá myndi ég vilja óbreytta græðgisvæðingu og óbreytt Ísland. Ef ég segði NEI viðIcesave þá vildi ég samheldna þjóð og glænýtt Ísland þar sem frelsi,jafnrétti og bræðralag ríkti. Ég er búinn að ákveða mig!
Forkálfar ASÍ OG SA berjast fyrir óréttlætinu. Þessir menn berjast fyrir því að kökunni verði skipt eins og forðum og að almúginn fái að hirða molana af kökunni. Hvar er hið nýja Ísland sem þessi ríkisstjórn lofaði? Sömu menn, sama stjórnskipulag, sama óréttlætið sama allt. Það breytist ekkert þar sem vald Alþingis er löngu komið til þeirra sem raunverulega stjórna Íslandi. Ef fólk trúir þessum áróðri að Já sé besta leiðin fyrir Ísland þá mun óbreytt kerfi viðhalda sér til langs tíma.
Ég vil nýtt Ísland. Ef við segjum JÁ á næsta Laugardag þá munum við viðhalda gamla Íslandi í allt of mörg ár eða um tvær kynslóðir. Ef við segjum NEI þá munum við rísa hratt upp úr rústum kerfisins og stjórnsýslan tekur við sér eftir kjaftshögg og við munum lifa hér sem ein þjóð í sambandi við frelsi ,jafnrétti og bræðralag.
Er ekki nóg komið af rugli og heilaþvotti stjórnmálaaflanna. Ég segi stórt NEI.
Margir hafa kosið um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Athugasemdir
Ég vil trúa að þjóðin standist heilaþvottinn og rísi "hratt upp úr rústum kerfisins og stjórnsýslan tekur við sér eftir kjaftshögg og við munum lifa hér sem ein þjóð í sambandi við frelsi ,jafnrétti og bræðralag." Takk fyrir góðan pistil.
Magnús Sigurðsson, 6.4.2011 kl. 06:23
Ég vona það, því þessi áróður hefur ekki verið neitt smá, allir sótraftar dregnir á sjó til að hræða fólk frá því að segja NEI, en það verður mitt svar á laugardaginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.