London 17 apríl og Reykjavík 11 júní

Æfingar hafa gengið frábærlega hjá okkur bræðrum og erum við mun sterkari núna en á sama tíma í fyrra á hlaupasvellinu.  Við höfum sett okkur tvö markmið sem við æfum grimmt fyrir það er London maraþonið þann 17 apríl næstkomandi og 100 km hlaupið í Reykjavík þann 11 júní í ár.

Í London er það markmið okkar að rúlla okkur í mark á tíma milli 3.15 og 3.30 og bæta tíma okkar verulega.  Í Reykjavíkur 100 km hlaupinu er markmiðið að komast í mark innan tíma marka sem eru um 13 klukkustundir.

Það sem hefur breyst frá því við vorum í Hamborg fyrir ári síðan er að elsti bróðir okkar hefur smitast af hlaupabakteríunni.  Hann æfir vel um þessar mundir og stefnir á að fara með okkur út til London, taka þátt í hlaupinu og komast í mark.

Skemmtilegir og ögrandi tímar framundan sem okkur hlakkar mikið til að takast á við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband