Mánudagur, 12. apríl 2010
Tæplega tvær vikur í Hamborg maraþonið.
Nú eru þrettán dagar í maraþonið.
Ég hef æft eins og vitleysingur og yfirstígið margar hindranir.
Um þessar mundir er um nokkurskonar hvíldarhlaup að ræða og mikil kolvetnisneysla.
Með kolefnisneyslu þá byggir þú líkamann á þessari orku til að geta þrælað sem mest. Kolvetnishleðsla er samt eitthvað sem kyrsetufólk á að forðast.
Mannskeppnan má líkja við bíl sem gengur á orku ef orkan er ekki fyrir hendi þá kemst þú ekki langt.
Eins er með of mikla orku neyslu þá bræðir allt úr sér og mannskeppnan eins og bíll fer í andhverfu sína.
Þetta er yndirslegur tími sem við bræður höfum þrælað okkur áfram í æfingarprógramminu og nú er það bara að komast í gegnum þonið á viðunandi tíma. Samtals höfum við bræður náð af okkur 55 kílóum á tæpum tveimur árum og bætt samt á okkur helling á vöðvamassa.
Ég finn það hvað orkan flæðir yfir mann um þessar mundir þar sem einungis er hlaupið 50 km á viku í staðinn fyrir 100 km.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.