Að finna hvergi til er frábær tilfinning.

Í gær mánudag tók ég hvíldardag en góð hvíld er nauðsynleg hverju æfingaprógrammi þar sem ofþjálfun getur leitt fólk á villigötur.

Nú er nákvæmlega þrír mánuðir þangað til við bræður tökum þátt í okkar fyrsta maraþoni sem háð verður í Hamborg.

Raggi bróðir stendur sig vel á æfingum og er hann allur í því að brenna lýsi um þessar mundir og hefur misst um 6 kg í þessum mánuði enda æfir hann oft tvisvar á dag.  En þess skal geta að ég hefði aldrei farið að hlaupa nema vegna bróður míns enda hefur hann æft hlaup í mörg ár og verður frábær hlaupari þegar hann nær takmarki sínu í lýsisbrennslunni.

Síðasta vika var frábær og tók ég á öllum æfingarskalanum, tempó ,spretti,langhlaup og lyftingar og eykst krafturinn með hverri viku sem líður.

Ég er algjörlega orðinn meiðslalaus og er það frábær tilfinning og get ég því einbeitt mér algjörlega að markmiðum mínum.

Í síðustu viku hljóp ég 105,7 km .

Það sem af er mánaðarins hef ég hlaupið 201,2 km og hjólað 214km.

Nú halda áfram stigvaxandi erfiðar æfingar en um mánaðarmótin mars apríl dreg ég vaxandi úr þeim þar sem vaxandi kolvetnishleðsla hefst.

Ég hlakka til og hvet flesta íslendinga til þess að fara að hreifa sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Frábær árangur Alli og til hamingju!, væri alveg til í að vera í þínum sporum, er þó hættur að reykja fyrir 1/2 ári og á kannski smá séns að koma mér í form.

Eggert Sigurbergsson, 3.2.2010 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband