Að finna sína leið?

Eftir að hafa verið sjómaður í um 20 ár fór ég í land og fór að vinna hjá Alcan Ríó Tintó.

Það var mikið sjokk fyrir mann sem hafði nánast unnið erfiðis vinnu allt sitt líf og langan vinnutíma.

Á þessum árum höfðu nokkur aukakíló bæst á líkaman vegna þess að lítill tími var til líkamsræktar og engin fræðsla um það hvað var holt og gott.

Það var vissulega mikið sjokk fyrir mann eins og mig að fara í land og vinna einungis átta tíma á dag fimm daga vikunar og síðan fjögra eða fimm daga frí. 

Ég hugsaði mér með mér að nú skyldi ég nota frítímann til að koma mér í form?

Ég byrjaði oft, fór of geyst og gafst alltaf upp þar sem hugurinn var tuttugu ára en líkaminn helmingi eldri.

Það var ekki fyrr en ég gat lært af öllum mistökunum og farið að byggja minn feita líkama upp að eitthvað fór að gerast í mínum málum.

Það snýst allt um það að fara hænuskrefið áfram og aldrei að ofbjóða  líkamanum. Fara hægt á stað og auka tempóið miðað við að þú sért aldrei að keyra þig áfram á hærri púls en sjötíu prósent miðað við þinn hámark púls.  En vissulega breytist það þegar þú ert kominn í fanta form þá keyrir þú þig áfram til að ná hámarks árangri.

Nú á ég árs hlaupaafmæli á gamals aldri og ætla mér að sigra sjálfan mig og helst að hlaupa Hamborgara maraþonið undir 3.30 klukkustundum.

Munið að byrja hægt með ört vaxandi tempói sem allir þola. það mun gefa mesta árangurinn.

 

Segir sá sem var 115 kg í byrjun árs 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband