Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Fimmtudagur, 8. maí 2008
það á ekki að hugsa um Sundabraut núna?
Bensínlíterinn er að hækka og verður líklegast kominn á þriðja hundrað krónur eftir einhverja mánuði. Ríkið og borg á að draga saman á þessum tímapúnkti og sýna aðhald. Það besta fyrir þjóðina væri að hefja framkvæmdir í Helguvík eða á Bakka við Húsavík.
Hægja verður á öllum opinberum framkvæmdum og líka við hið svokallaða tónlistarhús.
Ráðamenn verða að hætta að ögra þjóðinni þannig að þjóðarsátt náist um leiðir í efnahagsmálum, þá á ég sérstaklega við eftirlaun ráðamanna og mannréttindamálið sem snýr að sjómönnum.
Síðan skora ég á Geir að hífa upp um sig belti og axlarbönd og fara að koma með eitthvað sem snýr að bjartsýnni þjóðarinnar í efnahagsmálum
Opinn fundur um Sundabraut í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
25 dagar þangað til utanríkisráðherra svíkur stærsta loforð sitt sem brennur á íslensku þjóðinni.
Ingibjörg lofaði fyrir síðustu kosningar að hennar fyrsta verk væri fyrir þinglok ef hún kæmist til valda að breyta eftirlaunum ráðamanna til jafns við hinn sauðsvarta almúga.
Þögnin ein er í þessum málum og með sama áframhaldi mun frú Ingibjörg rúin trausti hjá almenningi. Að beygja sig svona undir samstarfsflokkinn miðað við yfirlýsingar í jafnmikilvægu og þjóðþrifa sanngjörnu máli verður ekki Samfylkingunni til tekna.
Stöð 2 hefur minnst á loforð Ingibjargar sem þeir eiga þökk fyrir.
Annars verður maður að brosa af sviknum loforðum og verður Ingibjörg og Samfylkingin að eiga það við sig,