Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Jón Bjarnason hefur miklar áhyggjur af auglýsingar herferð Alcoa eftir fólki.

Sá ágæti maður Jón Bjarnason alþingismaður hefur áhyggjur af ALCOA samkvæmt bloggsíðu sinni. Hvers vegna er ALCOA á Reyðarfirði alltaf að auglýsa eftir fólki spyr Jón?

Það er einfallt að rökstyðja það?  Alcoa býður fólki allt of lág laun?  Að bjóða góðu fólki aðeins 315.000 kr á mánuði brúttó laun með öllu í þessari óða verðbólgu er bara hlægilegt að mínu mati.  Vinna í álveri á að vera vel borguð og var lengst framan af tengd við alþingislaun.  hjá ALCOA Virðist lítið vera um gulrót eða starfsaldurs hækkanir fyrir góða starfsmenn.  Ég hef alla vega ekki séð það?  mig minnir að fyrir ári síðan buðu ALCOA menn sömu 315.000 krónunar í laun. 

Það er víða orðinn órói vegna óðaverðbólgu sem siglir eins og stórflóð yfir þjóð okkar.  Margir starfsmenn annara álfyrirtækja bíða eftir kjarasamningum og vilja fá eitthvað af launaskriðinu sem margir aðrir hópar hafa fengið á síðustu árum.  En þess skal geta að gott samkomulag hefur ávalt verið á milli starfsmanna og fyrirtækja í álrekstri um að semja til langs tíma þannig að friður sé með þróun fyrirtækisins.

Alcan er brautryðjandi á álmarkaðinum á Íslandi í dag og er árangurinn á öllum sviðum kraftarverk.  Þótt óðaverðbólgan sé að éta  lífsafkomu álmanna niður þá standa menn eftir og hreifa sig hvergi hjá góðum álfyrirtækjum. 

Kjarsamningar verða erfiðir hjá rótgrónasta álfyrirtækinu á Íslandi í haust.  Fólkið sem vinnur þar hefur gert það fremst meðal jafningja á heimsvísu.  Þetta gamla fyrirtæki hefur haldið vel á sínu fólki og er all stór hópur sem alltaf bíður fyrir utan hliðs eftir vinnu.

ALCOA býður fólki allt of lág laun þess vegna vill enginn vinna þar?  Sjálfur bíð ég eftir samningum og það er það alveg á hreinu að ég vil laun miðað við mitt framtak eins og aðrir starfsmenn annars fara menn eitthvað annað eða til Danmerkur.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband