Alþingi þarf að hugsa sinn gang.

Alþingi þarf að hugsa sinn gang og berjast gegn fordómum innan veggja Alþingis. Alþingi setur lög og reglur og er ótrúlegt  að hafa fengið þann heiður að hafa fengið að fylgjast með störfum Alþingis.  Alþingi á að vera fyrirmynd þjóðarinnar en það verður að viðurkennast að sú stofnun á langt í land.  Þjóðin á skilið að Alþingi reyni að fá virðingu frá þjóðinni enda mikilvægasta stofnun landsins. Alþingi lærði ekkert eftir hrunið mun Alþingi læra eitthvað núna?  Þegar stórt er hugsað er lítið um svör!


Mjög klaufaleg ríkisstjórn sem byrjar mjög illa að forgangsraða!

Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er mjög klaufaleg ríkisstjórn sem byrjar á öfugum enda! Vildarvinir og vandamenn og forustumenn fá fljóta afgreiðslu í sínum málum en við hin 95% þjóðainnar fáum fölsk og svikin loforð og líklegast bara skatthækkanir. Í mínum huga er þetta eins og að ætla sér að hlaupa Maraþonhlaup afturábak. Nú er búið að slíta af tugi miljarða sem síðasta ríkisstjórn setti í fjárlagagatið á kostnað auðmanna og vildarvina þar sem líklegast verður enn meiri þungi settur á hina vinnandi millitekjustétt. Ungir Sjálfstæðismenn krefjast nú að Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á því að forustumaður Sjálfstæðisflokksins væri settur á bekk sökudólgs. En aldrei hef ég heyrt Sjálfstæðisflokkinn og forustu menn hans biðja mig og landsmenn á sínum gjörðum afsökunar af eignar tapinu því má áætla að kalla má þetta hræsni! Klaufarlegri byrjun nýrar ríkisstjórnar þekkist vart í heiminum og er frábært að fylgjast með vandræðahætti þeirra og reyna að telja landsmönnum þá trú að íslenska krónan sé mesti og besti gjaldmiðill í heimi enda hentar krónan vel hjá LÍÚ og vildarvinum. Að lokum ! Íslenska þjóðin þarf að vakna og láta í sér heyra og segja stopp því við þurfum nýtt Ísland með nýja hugsun. þESSI AFTURÁBAK HUGSUN STJÓRNVALDA HUGNAST EKKI NÚTÍMA ÞJÓÐFÉLAGI!

Miðað við allt sem á undan er gengið þá á að halda aðildarviðræðum ESB áfram!

Allar rannsóknarskýrslur sem gefnar hafa verið út sýna að hér hefur ríkt stjórnleysi og spilling í nokkra áratugi! 82% landsmanna vilja halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í ESB! Stjórnarflokkarnir segja nei því að við 82% erum svo heimsk að vilja halda þessu ferli áfram! Stjórnarflokkarnir halda að það sé farsælast að halda áfram á sömu braut eins og fyrir hrun enda sumarþingið frábært þar sem tókst að stækka fjárlagagatið úr 5 miljörðum í 30 miljarða með það að leiðarljósi að niðurskurðarhnífnum verður beitt í haust!

OK.

Ég er kominn á þá skoðun eftir að hafa fylgst með stjórnmálum síðan faðir minn var formaður Sjálfstæðisfélags Garðarbæjar að við kunnum og getum ekki stjórnað okkur enda faðir minn þá mjög gagnrýninn á stefnu Þorsteins Pálssonar og síðar Davíð Oddsonar! Síðar varð ég mjög sammála honum þegar ég fór að pæla í þessari ömurlegu pólitík! Þess vegna eigum við að sjá hvað ESB getur boðið okkur upp á og hvort það sé ávinningur fyrir meirihluta þjóðarinnar t.d með lægra matarverði og girðingar gagnvart spillingu til að við sem þjóð þurfum ekki að lifa fleiri gjaldþrotahrun ára. Eins og allir vita sem vilja sjá þá hefur spillingin riðið tröllhúsum hér í allt of langan tíma og nýafstaðið sumarþing byrjar ekki vel þannig að von fólksins verði bjartari en Sumarliði í sumarhúsum.

Stjórnleysi Alþingis síðustu mörg ár hafa gert mig að miklum ESB sinna enda get ég ekki séð og treysti lögkjörnum Alþingismönnum á að taka réttar ákvarðanir miðað við það sem á undan er gengið. Þess vegna þurfum við faglega aðstoð erlendis frá og þá sérstaklega góða sérfræðinga hvernig mögulega er hægt að girða fyrir spillinguna þannig að allir geta lifað hér í sátt og samlindi um aldur og ævi!

Ég skora síðan á hið háttvirta Alþingi að gefa þjóðinni kost á að leyfa okkur að sjá hvað það er sem ESB getur boðið þannig að öryrkjar,aldraðir og fl geta átt hér áhyggjulaust líf umaldur og ævi! Alþingi gat ekki einu sinni boðið okkar minnihlutahópum upp á slíkt í svokallaða góðæri. Þess vegna er margt hugsað en lítið um svör!

Það verður erfitt val að kjósa í vor.

Nú fer að styttast í kosningar og vandinn að kjósa rétt verður mikill! Ég hef alltaf stutt gildi Sjálfstæðisflokksins." Stétt með stétt og frelsi einstaklingsins "en í tíð ríkisstjórnar Davíð Oddsonar þá tók flokkurinn mikla U beygju frá þessum gildum sínum og demdi sér út í frjálshyggjuna sem er stjórnmálafræði á Bandaríska vísu. Þjóðin varð heilaþvegin af frjálshyggjunni og var stjórnað með heilaþvætti að við íslendingar værum bestir og mestir í öllu, þvílíkir snillingar að höndla fjármuni og þeir örfáu sem fengu afnot af auðlindinni gerðir ofsaríkir. Í tíð Davíð Oddsonar var byrjað að selja eigur ríkisins til útvalina vina sem fengu þær á Tombóluprís. Einkavinavæðingin sem gerði örfáa ofsaríka fór eins og hún fór með "þjóðargjaldþroti" þar sem menn kunnu ekkert með frelsið að fara enda aldrei gripið inn í hjá stjórnvöldum þótt þetta rugl væri fyrir framan okkur á hverjum degi.

Þrátt fyrir aðvararnir erlenda sérfræðinga og innlendra að við íslendingar værum galnir og okkar útrásarvíkingar væru ekki þessir snillingar! Þá var ekkert hlustað heldur gefíð í botn og hugsað um að lifa sérhvern dag án þess að hugsa um þjóðarhag! Þegar allt hrundi þá var það nefnilega okkar þjóðarinnar að borga brúsan og þurfum við líklegast að gera það um ókomin ár, börnin okkar og barnabörn líka.

Ég og fjölskyldan mín höfum sem betur fer langtímaminni og ætlum að gefa Sjálfstæðisflokknum frí í næstu kosningum. Gildi flokksins eru góð en það þarf að fara eftir þeim.

Þá er ég búinn að útiloka einn flokk sem ég og fjölskylda mín munum ekki kjósa í næstu kosningum. Þetta voru svona hugrenningar sem ég hef gaman af að láta frá mér á nokkrum mínútum!

Stjórnvöld þurfa að búa til skilyrði fyrir drifkraft þjóðarinnar!

Af fréttum sem ég heyri frá mönnum sem reka stór og smá fyrirtæki er rekstrarumhverfið mjög erfitt og viðkvæmt Það virðast allir vera sammála að allar launahækkanir eins og staðan er í dag muni strax fara út í verðlag! Víxlverkun launa og verðlags er alltaf launamanninum í óhag þar sem verðbólgan étur upp laun með ógnar krafti eins og staðan er hjá okkur í dag!

Hvað er til ráða og hvernig förum við að því að bæta hag þeirra sem eiga vart salt í grautinn í dag!

Ein mesta kjarabót sem launamenn geta fengið er að íslenska krónan styrkist, að matarverð lækki, að verðtryggingin verði afnumin og eða að verðbólgan verði eins og í siðmenntuðum löndum aðeins 1 til 2 prósent.

Hvernig förum við að því!

Ef allir róa í sömu átt þá ætti þetta að geta tekist. Sátt verður að nást hjá öllum hagsmunaaðilum og við verðum að leita allra leiða. Svo er það hin leiðin að láta allt fara úr böndum og semja til 6 mánaða í senn með ógnar verðbólgu eins og var um eða fyrir 1980. En það var samt skárra en ástandið í dag þar sem laun hækkuðu ört í takkt við verðbólguna enda voru tvö núll klppt af krónunni árið 1987.

Þetta eru hugleiðingar mínar þar sem ég sé engan drifkraft hjá þjóðinni og allt virðist liggja í dvala!

Er þjóðin á réttri leið!

Smá pistill til umhugsunar!

Þegar nokkrir mánuðir eru til kosningar er þarft að rifja nokkur dæmi upp!

1. Árið 2007 var gengi Evrunar um 80 kr en er í dag um 172 kr.

2. Frá árinu 2008 hafa matvörur hækkað að meðaltali um 110% en laun um 37%.

3. Frá árinu 2007 hefur bensínið hækkað hátt í 200%

... 4. Hiti og rafmagn um 80% frá árinu 2007.

5. Verðbólgumarkmið Seðlabankans hefur aldrei náðst svo ég muni eftir!

6. Frá árinu 2007 hefur höfuðstóll húsnæðislána hækkað um margar miljónir eða tuga miljóna króna.

7. Frá árinu 2007 áttum við að búa við eitt besta lífeyrissjóðskerfi í heimi en í dag hefur fólk það á tilfinningunni að við búum við eitt það allra slakasta kerfi í heimi.

8. Árið 2007 var sterk millistétt búandi á landinu en nú hefur fólk það á tilfinningunni að reynt sé að alefli að útrýma millistéttinni og að sem flestir hafi vart til hnífs og skeiðar.

Þetta er svona smá upptalning og umhugsun um það hvort við sem þjóð séum á réttri leið fimm árum eftir hrunið. Ekkert sést til lands í endan á kreppunni og öll hagvaxtarhjól ryguð föst.

En ég er bjartsýnismaður og veit það með vissu að við munum ná landi en hvenær það verður veit enginn!

Óstöðuleiki framtíðarinnar er krónan!

Er krónan komin í frjálst fall enn eina ferðina. Fyrir viku síðan þá stóð evra gagnvart krónunni í 150 kr en er núna komin í tæpa 158 kr. 

Hmmm..... Svona er Ísland í dag þar sem ekki er hægt að gera nein framtíðarplön og best að lifa sérhvern dag glaður í bragði enda er mér farinn að þykja hafragrautur bara nokkuð góður ha ha.


Lífsspeki 1.

Góð æfing í dag kemur skapinu í lag og styttir leiðina að markmiðinu!

Íslendingar eiga að nota drifkraftinn sinn í að efla eigin heilsu!

Á vormánuðum 2008 var ég 115 kg.  Ég vissi þá að þjóðin færðist ört í baráttuna um það að eigna sér titilinn feitasta þjóð heimsins.

Ég ákvað að gera eitthvað í mínum málum og fór að labba síðan að jogga á milli ljósastaura,hlaupa og að taka þátt í keppnum.

Þetta hefur bara gengið glymrandi vel og hef ég tekið þátt í tveimur hálfmaraþon hlaupum og 5 maraþon hlaupum og er stefnan tekin á París næstkomandi 15 apríl.

Á þessum tíma hafa margir vinir og kunningjar breytt sínum lífstíl og finnst mér það alltaf gleðilegur viðburður þegar ég sé ólíklegasta fólk reima á sig skónna og gera eitthvað í sínum málum.  Við íslendingar höfum drifkraftinn og getum allt ef við viljum það!

 

Ég vona að árið 2012 muni verða gæfu ár okkar íslendinga.


Hagsmunir Íslendinga framyfir hagsmunum sérhagsmunaaflana!

það er skrítið að búa í landi þar sem stjórnvöld hafa enga virðingu almennings!  Samkvæmt síðustu könnun þá er virðing Alþingis niður í kjallara, 13% landsmanna eru ánægð með stjórnvöld og 7% með stjórnarandstöðuna.

Reiði almennings er mikil enda óréttlætið látið bitna á hinum venjulega þjóðfélagsþegni eins og skotið sé úr hryðskota byssu.  Afskrifað er hægri vinstri hjá útvöldum sem fóru óvarðlega í falsgóðærinu meðan ráðdeildar fólkið sem aldrei tók þátt í svikamillunni er sagt að það eigi að borga sukkið!

Nýju bankarnir fengu lánasöfnin úr gömlu bönkunum á 40% virði samt er ráðdeildar fólkið sem alltaf stendur í skilum þótt það eigi ekki fyrir mat krafið um að það skuli borga stökkbreyttu lánin sín um 100% .

Bankarnir hafa gjörsamlega ofboðið siðferðisvitund hins almenna neytanda og  er traust okkar landsmanna gagnvart þessum kennitöluflökkurum stofnunum algjörlega niður í kjallara.  Yfirstjórn bankanna hafa tekið upp aðalinn og eru farin að borga sér laun eins og gamli aðallinn gerði!

Nú hefur þjóðin eða allir þeir sem komast ákveðið að hittast við setningu Alþingis.  Þar mun þjóðin mótmæla því að spillingin heldur áfram að grassera og aðallinn heldur áfram að taka stóran bita af kökunni meðan þjóðinni blæðir og hirðir molana!

Ísland berst fyrir frelsi úr ánauð sérhagsmunaaflana.  Áfram íslenska þjóðin!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband