Stjórnvöld verða að tjá sig á kjarnyrtu skiljanlegu máli.

Ég er sammála að þjóðina vantar að virða hugtakið "heiðaleika, jafnrétti og bræðralag".

Nýju bankarnir fengu lán landsmanna á ca 50% virði.

Innistæðueigendur fengu allt sitt tryggt eftir hrunið á kosnað skuldaranna.

12 miljóna verðtryggt lán var tekið 2004 á húsnæði sem metið var á 40 miljónir.

Í dag er sama húsnæði metið á 35 miljónir og höfuðstóllinn lána kominn í 17,5 miljónir.

Samt er búið að greiða 4 miljónir af húsnæðis láninu á þessum 5 árum.

Það er spáð að á næstu tveimur árum verði verðrýrnun allt að 30% af raunvirði í 4-5% verðbólgu.

Sem þýðir algjört eignarhrun?

Í lok árs 2011 verður eignarmyndunin  6 miljónir af uppgefnu húsnæði en var 28 miljónir 2004.

Þetta er svona dæmi sem ég set upp til að fólk geri sér grein fyrir þeim gríðalega eignabruna sem fólk þarf að glíma við á næstu árum.  Í þessu dæmi tek ég fyrir velstæðan einstakling sem tók aldrei þátt í góðæris heilaþvotta rugli  stjórnmála og fjármála braskara.

Í þessu dæmi er ég sýna fram á að meirihluta heimila er á leið í þrot en stjórnmálamenn þora aldrei að segja okkur sannleikan á kjarnyrtu íslensku máli.

Nú er svo komið að mér og fleirum er orðið nákvæmlega sama og hugsum aðeins um það að lifa hvern dag af sem skemmtilegan þar sem eitt er víst að húsnæðin hverfa ekki frá landinu heldur þarf að búa til skilyrði til að fólk flýi ekki land og nenni að leigja eða eiga húsnæði á þessu blessaða skeri.

Flottur þessi þjóðfundur og meira af slíku.


mbl.is Fólk logandi af áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Fundur sem settur er á fyrir fáa útvalda en almenningur hefur ekki aðgang að, getur aldrei orðið þjóðfundur. Ef þessi skrípasamkoma var þjóðfundur þá er kaffispjall okkar þriggja félaganna í gærkvöldi allt eins þjóðfundur. Þátttakendur á skrípafundinum í Laugardalshöll voru ekki fulltrúar eins né neins nema sjálfra sín og fyrirfram útvaldir af einhverri sérhagsmunaklíku sem var að slá sig til riddara með athæfinu. Mótmæli enn og aftur að um þjóðfund hafi verið að ræða þar sem Sigga frænka á Hólmavík fékk ekki að mæta þótt hún teldi sig eiga fullt erindi á fundinn. Sigga frænka er Íslendingur, frjálsborin en hneppt í skuldafjötra útrásarinnar eins og svo margir aðrir og fær þess utan ekki að teljast til þjóðarinnar á þjóðfundi af því að hún er ekki í hópi "hinna útvöldu". Og hún segist ekki hafa kosið neinn fulltrúa á þennan skrípafund, hún hafi ekki fengið að kjósa sér fulltrúa og ekki að mæta sjálf. Þessi skrípafundur er samskonar þjófnaður á þjóðarheitinu og þegar Borgarahreyfingarfurðuverkið taldi sig eiga búsáhaldabyltinguna sem hún átti engan rétt á.

corvus corax, 15.11.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband